Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 52
fræðinni enda séu þá engin setningafræðileg merki um tilvist þeirra. Ofan -
greind tvískipting er gjarna greind með tilliti til þeirra málfræðilegu
þátta sem viðkomandi rökliðir bera. Í greiningu Landaus (2010) er gert
ráð fyrir að ósagðir rökliðir séu alltaf hluti af setningafræðinni en hann
skiptir þeim í sterk ósögð fornöfn (SF) og veik ósögð fornöfn (VF).
Hann heldur því fram að sterk fornöfn feli í sér bæði persónuþætti og
ákveðniþátt en veik fornöfn beri engan ákveðniþátt. Ákveðniþáttur teng-
ist setningafræðihömlu ákveðins nafnliðar og vísun í einstaklinga í merk -
ingarfræðinni. Með persónuþáttum er hér átt við þættina persónu, tölu
og kyn, en til einföldunar vísum við í slíkt þáttaknippi sem [+pers] í
þessari grein.
(3) a. [+pers, +ákv] Sterkt fornafn: SF
b. [+pers] Veikt fornafn: VF
Ósögð fornöfn eru einingar sem oft er gert ráð fyrir á stöðum eins og
þeim sem merktir eru með undirstriki í eftirfarandi dæmum úr ensku.
Setningarnar eru túlkaðar eins og einhver nafnliður sé í þessum eyðum þó
að ekkert orð sé borið fram þar. Ósagt frumlag í nafnháttarsetningu eins
og frumlag sagnarinnar leave í (4a) er dæmi um sterkt ósagt fornafn, SF,
sem oft er táknað sem FOR (eða PRO á ensku). Ósagt andlag sagnarinn-
ar eat í (4b) er aftur á móti veikt, VF.
(4)a. They expected __ to leave the room.
b. John ate __.
Þessari skiptingu er m.a. ætlað að skýra hvers vegna sum ósögð for-
nöfn geta tekið með sér fylgiumsögn (e. secondary predicate)3 en önnur
ekki. Sterka fornafnið í (5a) getur þannig tekið með sér fylgiumsögn-
ina angry en veika fornafnið í (5b) getur ekki tekið með sér fylgium-
sögnina raw.4
Anton Karl Ingason o.fl.52
3 Það sem við köllum fylgiumsögn er, eins og kemur fram í meginmáli, þýðing á enska
hugtakinu secondary predicate. Eiríkur Rögnvaldsson (1984) kallar svona dæmi lýsingar-
orðsviðurlög en sú flokkun rúmar fleiri gerðir en bara fylgiumsagnir. Í dæmi (i) er gulur
lýsingarorðsviðurlag en hins vegar ekki fylgiumsögn.
(i) Gulur bíllinn valt ofan í skurð. (Eiríkur Rögnvaldsson 1984:60)
4 Dæmi (4) og (5) eru einungis sett fram hér til skýringar á hugmyndum Landaus
(2010) um skiptingu á ósögðum fornöfnum í veik og sterk. Greining Landaus á (4b) og
(5b) skiptir þó ekki höfuðmáli fyrir okkur í þessari grein. Þess má geta að ein af þeim for-
sendum sem Landau (2010) gefur sér er að ósagðir rökliðir taki sér alltaf pláss í setn-
ingafræðinni en við erum aftur á móti ekki á þeirri skoðun, eins og sést á greiningu okkar
á afturbeygðri þolmynd.