Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 61
inu sig, þ.e. máttlausan, en merking setningarinnar er að Jón hafi hlegið
þannig að hann varð máttlaus, þ.e. útkoman eða niðurstaðan af því að
hann hló er sú að hann varð máttlaus — merkingin er ekki sú að hann hafi
verið máttlaus þegar hann hló (sjá Whelpton 2012).
Sögnin hlæja er áhrifslaus — nánar tiltekið óergatíf — sögn13 og getur
því almennt ekki tekið andlag, þ.m.t. afturbeygt fornafn. Þess vegna er
setningin í (23) ótæk.
(23) *Jón hló sig.
Engu að síður er setningin í (22) tæk, en þar tekur sögnin hlæja með sér
andlag sem samanstendur af afturbeygðu fornafni og útkomuumsögn. Í
(22) er talað um gerviafturbeygingu þar eð afturbeyging með sögnum á
borð við hlæja er almennt ekki möguleg án útkomuumsagnar.
Þegar sagt er að sig sé SF í afbrigðilegri fallmörkun og gerviafturbeyg-
ingu er rétt að hafa í huga að einungis þeir sem hafa nýju þolmyndina í
máli sínu ættu að geta myndað „þolmynd“ af þessum setningagerðum;
tekið skal fram að þetta atriði þarfnast frekari athugana:
(24)a. Það var talið sig vera skemmtilegan.
b. Það var hlegið sig máttlausan.
Að auki má nefna að lýsingarorð (fylgiumsagnir og útkomuumsagnir)
geta aðeins staðið með SF en ekki VF, en um það er fjallað í næsta kafla.
Við sjáum einmitt í dæmunum hér að ofan að fylgiumsagnir og útkomu-
umsagnir geta staðið með sig í langdrægri afturbeygingu, afbrigðilegri fall-
mörkun og gerviafturbeygingu. Hafa ber í huga að markmiðið hér er ekki
að setja fram greiningu á þessum þremur setningagerðum heldur einungis
á afturbeygðri þolmynd.
Enn fremur skal tekið fram að við greinum hér ekki heldur aftur-
beygða þolmynd tveggja andlaga sagna (sbr. dæmi (13d) að ofan).
(25) a. Það var fengið sér öllara.
b. Það var keypt sér pizzu. (Þórhallur Eyþórsson 2008a:187)
Veik fornöfn í afturbeygðri þolmynd 61
13 Áhrifslausum sögnum er oft skipt í tvo flokka, óergatífar sagnir (e. unergatives) og
óakkúsatífar sagnir (e. unaccusatives; stundum kallaðar þolfallsleysingjar). Samkvæmt þekktri
tilgátu um eðli óakkúsatífra sagna (e. the Unaccusativity Hypothesis; Perlmutter 1978) eru
þær ólíkar óergatífum sögnum hvað varðar stöðu rökliðarins sem þær taka. Rökliður
óerga tífra sagna væri þá grunnmyndaður í frumlagssæti sagnliðarins, rétt eins og frumlag
áhrifssagna, en rökliður óakkúsatífra sagna í andlagssæti.