Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 75

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 75
falli var úthlutað. Persónufornöfn komu ekki til greina fyrir veikt sig enda eru persónufornöfn með ákveðniþátt. Málhafar útvíkkuðu þess í stað notk unar svið þolfallsmyndarinnar sig og sú mynd er notuð þegar veikt aftur beygt fornafn krefst nefnifalls. 5. Niðurlag og framtíðarsýn Í þessari grein skoðuðum við afturbeygða þolmynd í íslensku og færðum rök fyrir því að fornafnið sig í þessari setningagerð sé veikt fornafn í skiln- ingi Landaus (2010). Í stuttu máli eru rökin sem hér segir. Í fyrsta lagi getur fylgiumsögn ekki staðið með afturbeygða fornafninu í afturbeygðri þolmynd. Það bendir til þess að fornafnið skorti ákveðniþátt. Í öðru lagi gengur ekki að tengja saman sig og fullburða nafnlið. Það gefur til kynna að sig hafi ekki sömu formgerð og fullburða nafnliður enda gengur venju- lega illa að tengja saman setningarliði af ólíkri gerð. Í þriðja lagi hegðar sig sér ekki eins og ákveðinn liður með tilliti til ákveðnihömlunnar. Við höld- um því fram að það sé vegna þess að sig í afturbeygðri þolmynd skorti ákveðniþátt. Í fjórða lagi virðist afturbeygð þolmynd fara í bága við Bindi - lögmál A. Það að setningagerðin sé tæk í máli margra málhafa teljum við til marks um að Bindilögmál A eigi ekki við um veik fornöfn eins og sig í afturbeygðri þolmynd. Í fimmta og síðasta lagi sýna germyndardæmi á borð við Við drifum okkur á ball að afturbeygða fornafnið hefur per- sónuþætti (hér 1.p.ft.) og því hlýtur hér að vanta einhvern annan þátt; við höfum leitt að því líkur að það sé einmitt áðurnefndur ákveðniþáttur. Þessi niðurstaða er áhugaverð vegna þess að kenning Landaus um veika og sterka rökliði er upprunalega sett fram til þess að skýra muninn á for- nöfnum sem ekki eru borin fram en sú aðgreining á sýnilegum fornöfn- um sem var til athugunar í þessari grein kemur vel heim og saman við kenn - ingu hans. Ýmsar spurningar vakna í kjölfar þessarar niðurstöðu. Afturbeygða þolmynd er einnig að finna í þýsku (Schäfer 2012, Alexiadou o.fl. 2015) og við vonumst til að geta kannað í framtíðinni hvort þýska afturbeygða fornafnið sich hefur sömu eiginleika og sig í íslensku. Slíkt myndi ríma ágætlega við hugmyndir hjá Cardinaletti og Starke (1996:59–60) um að sich sé ekki alltaf fullburða fornafn. Þessi setningagerð kemur aftur á móti ekki fyrir í öllum málum sem hafa ópersónulega þolmynd. Hollenska og norska hafa t.d. ekki afturbeygða þolmynd þó að þær hafi ópersónulega þolmynd. Schäfer (2012) stingur upp á að þessi munur á málunum stafi af ólíku kerfi fyrir samræmi og persónubeygingu en ef okkar greining er Veik fornöfn í afturbeygðri þolmynd 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.