Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 85

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 85
2. Sérhljóðakerfi forníslensku og tvíhljóðun Í Fyrstu málfræðiritgerðinni (FMR), sem líklega var samin á öðrum eða þriðja fjórðungi 12. aldar (Hreinn Benediktsson 1972:31), er greint á milli níu hljóðgilda sérhljóða og hefur kerfi þeirra verið lýst eins og gert er í töflu 1 (Hreinn Benediktsson 1972:126). Höfundur sýnir einnig að lengd var aðgreinandi í pörum sérhljóða með sama hljóðgildi. Frammælt Frammælt Uppmælt Uppmælt ókringd kringd ókringd kringd Nálæg i ~ í [i(ː)] y ~ ý [y(ː)] u ~ ú [u(ː)] Miðlæg e ~ é [e(ː)] ø ~ ǿ [ø(ː)] o ~ ó [o(ː)] Fjarlæg ę ~  [ɛ(ː)] a ~ á [ɑ(ː)] ǫ ~  [ɔ(ː)] Tafla 1:  Hljóðgildi einhljóða í Fyrstu málfræðiritgerðinni. Ekki leið á löngu þar til kerfið tók að breytast. Þegar komið var fram á seinni hluta 13. aldar höfðu eftirfarandi samföll átt sér stað: e + ę > e,4 á +  > á, ǫ + ø > ö og  + ǿ > æ. Hér er gert ráð fyrir því að útkoma samfalls á og  hafi að hljóðgildi verið nær upphaflegu  [ɔː] (sbr. einnig Noreen 1923:97) þrátt fyrir að samfallshljóðið hafi jafnan verið ritað „a“ í handrit- um. Þannig fæst einföld skýring á þróun rununnar vá > vo líkt og Hreinn Benediktsson hefur bent á (2002 [1979], sjá nánar í 3.3.4 hér á eftir). Þá hefur verið bent á að líklegra sé að kringt uppmælt sérhljóð hafi tví- hljóðast og fengið [] sem síðari þátt en ókringt sérhljóð og að samkvæmt þessu hafi þróun á í íslensku verið svipuð og í öðrum Norður landa málum (Jón Axel Harðarson 2004:204). Einnig fór hljóðgildi sérhljóða almennt á hreyfingu. Nálæg og miðlæg stutt sérhljóð urðu fjarlægari, miðlæg og fjarlæg löng sérhljóð breyttust í tvíhljóð með nálægan síðari hluta. Þessu mætti einnig lýsa þannig að stutt sérhljóð hafi færst í átt að miðju sérhljóðasviðsins en löng sérhljóð í átt að jöðrum þess. Þegar yfir lauk voru pör langra og stuttra sérhljóða með sama hljóðgildi úr sögunni og skapast höfðu forsendur þess að ekki urðu víð - tæk samföll við hljóðdvalarbreytinguna sem venjulega er talin hafa gengið yfir á 16. öld. Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 85 4 Að mati Hreins Benediktssonar (1964) féllu e og ę saman löngu fyrir ritunartíma FMR. Jón Axel Harðarson gagnrýnir rök Hreins fyrir þessu í óbirtri ritgerð (sjá Aðalstein Hákonarson 2010:16–17).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.