Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 86

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 86
 Í heimildum kemur breyting á hljóðgildi í kerfi stuttra sérhljóða fram í ritun áherslulausra sérhljóða (sbr. Hrein Benediktsson 1962, en sjá einnig Jóhannes L.L. Jóhannsson 1924:19–20 og Haugen 1949). Áherslu laus i og u í fornmáli voru að öllum líkindum hálfnálæg hljóð, [ɪ] og [ʊ]. Hljóðgildi áherslulauss i var þannig á milli nálægs i [i] og miðlægs e [e] með áherslu, en sennilega nær miðlæga hljóðinu enda er gjarnan ritað „e“ fyrir áherslu- laust i í elstu handritum. Hið sama gilti, að breyttu breytanda, um samband áherslulauss u [ʊ] við áherslusérhljóðin u [u] og o [o] og var áherslulaust u yfirleitt ritað „o“ í elstu handritum. Samfara lækkun stuttra áherslusér- hljóða, i [i] > [ɪ], e [e] > [ɛ], u [u] > [ʊ], o [o] > [ɔ],5 breyttust gildi bókstafa þannig að „i“ og „u“ fóru að tákna [ɪ] og [ʊ] en „e“ og „o“ að tákna [ɛ] og [ɔ]; frá þeim tíma fór betur á að rita „i“ og „u“ fyrir áherslulaus i og u. Handrit sýna að mynstrið „e“ ~ „o“ fyrir áherslulaus i ~ u vék ekki beint fyrir „i“ ~ „u“ heldur var millistig þar sem ritað var „i“ ~ „o“. Fyrra skrefið var tekið í lok 12. aldar en hið síðara um miðbik 13. aldar. Í ljósi þessa taldi Hreinn Benediktsson að frammælt stutt áherslusérhljóð hefðu tekið að fjarlægjast í lok 12. aldar en uppmælt um hálfri öld síðar (1962:16–17). Hvenær tvíhljóðun í kerfi langra sérhljóða varð er umfjöllunarefni þessarar greinar. Fram hefur komið að hún er venjulega ekki talin hafa byrjað fyrr en undir lok 13. aldar, en í 3. kafla verða sýndar heimildir um að þegar í kringum 1200 hafi frammæltu löngu hljóðin é og æ verið byrjuð að breytast í hnígandi tvíhljóð. Þessi breyting hófst því um svipað leyti og fram mælt stutt sérhljóð tóku að verða fjarlægari. Hvað uppmæltu sér - hljóð in ó og á snertir eru heimildir ekki jafnskýrar en þó má leiða líkur að því að tvíhljóðun þeirra hafi byrjað um miðja 13. öld eða á svipuðum tíma og uppmælt stutt sérhljóð fóru að verða fjarlægari (sjá kafla 3.4). Ef tvíhljóðun frammæltu hljóðanna hófst um eða fyrir 1200 er sú breyting eldri en samfall  og ǿ, sem venjulega er talið hafa gerst um miðja 13. öld (Noreen 1923:107, Hreinn Benediktsson 1959:297). Hér er því gengið út frá því að þessi hljóð hafi tvíhljóðast hvort um sig,  > [æ] og ǿ > [øy]̯, en ǿ síðan afkringst við samfallið, [øy]̯ (> [œy]̯) > [æ]. Sam falls - hljóðið æ hefur því frá upphafi verið tvíhljóð. Eftir samföllin og hljóðgildisbreytingarnar, sem sennilega voru komn - ar vel á veg um 1300, má gera ráð fyrir að einhvers staðar á landinu hafi hljóðgildi upprunalegra einhljóða verið eins og lýst er í töflu 2.6 Aðalsteinn Hákonarson86 5 Lækkunin hefur einnig náð til frammæltu kringdu sérhljóðanna y [y] > [ʏ] og ø [ø] > [œ]. 6 Eins og fram hefur komið samsvarar forníslenskt é í nútímaíslensku hljóða sambandi hálfsérhljóðs og sérhljóðs, [jɛ], en til að skýra þetta er jafnan gert ráð fyrir því að é hafi fyrst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.