Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 88

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 88
önnur og enn eru hljóðin aðgreind í nútímamáli. Hreinn fer ekki náið í saumana á þessu. Ef til vill má túlka orð hans svo að hann álíti að gamla tvíhljóðið au hafi á elsta skeiði haft hljóðgildið [a] sem hljóti að hafa tekið að færast í átt að [œ]/[œy]̯ nútímamálsins áður en á varð [a]. Hér er gengið út frá því, eins og áður sagði, að á elsta skeiði forn- íslensku hafi hljóðgildi au verið [ɔ]. Jafnframt er sennilegt að við tví- hljóðun á [ɔː] hafi það fyrst breyst í [ɔ] er síðar varð [a] (Jón Axel Harðarson 2004:204). Hætta á samfalli á og au var þannig fyrir hendi þótt upprunalegt hljóðgildi au væri [ɔ] en ekki [a]. Líkt og færð eru rök fyrir hér á eftir er sennilegt að tvíhljóðun á hafi hafist um miðja 13. öld (sjá kafla 3.4). Frammæling au [ɔ] í átt að [œ]/[œy]̯ nútímamálsins hefur því hafist fyrir þann tíma og liggur nærri að tengja upphaf þeirrar breyt- ingar við frammælingu stutta einhljóðsins ǫ [ɔ], sem hafði í för með sér samfall ǫ við ø, en elstu merki um það eru frá um 1200. Þar sem fyrri hluti tvíhljóðsins au og einhljóðið ǫ höfðu sama hljóðgildi er líklegt að fyrri hluti au og ǫ hafi frammælst samtímis. Stefán Karlsson (1981:277) reikn - aði með svipaðri þróun au, þ.e. [ɔ] > [œ] > [œ]/[œy]̯ (með frammæl- ingu síðari hlutans ekki fyrr en eftir afkringingu y, ý og ey á 15. til 17. öld), en gerði ráð fyrir því að au hefði í eldri forníslensku haft hljóðgildið [a] (sjá einnig Stefán Karlsson 1989:7), sem snemma breyttist í [ɔ].8 Líkt og fram hefur komið er stundum ritað „ei“ fyrir é í gömlum hand- ritum sem sýnir að é hneigðist til samfalls við ei. Að mati Hreins Bene - dikts sonar skýrir þetta raunar hvers vegna é þróaðist á endanum í hljóðasambandið [jɛ]. Hann taldi að til þess að forðast samfallið hefði „the diphthongal movement“ í é [ei] verið snúið við svo að útkoman varð stíg- andi tvíhljóð [e], síðar nísl. je [jɛ] (1959:298). Jón Axel Harðarson er hins vegar á þeirri skoðun að mállýskumunur hafi ráðið því hvort é breyttist í hnígandi eða stígandi tvíhljóð en síðara tilbrigðið hafi svo orðið ofan á (2001:53). Því verður ekki svarað hér hvort é, þar sem það breyttist í [e], hafi fallið saman við gamalt ei eða hvort þessi hljóð hafi haldist aðgreind, t.d. sem é [e] og ei [ɛ], jafnvel þótt þau væru stundum skrifuð eins. Það flækir enn málin — eins og fram kemur í næsta kafla — að forn handrit geyma Aðalsteinn Hákonarson88 8 Því er víðar haldið fram að á eldri stigum fornmáls hafi au haft framburðinn [a] (auk tilvitnaðra rita Stefáns Karlssonar, sjá t.d. Noreen 1923:93 og Kristján Árnason 2005:337) og virðist ástæðan sú að í elstu handritum er au oftast ritað „au“ (ásamt „av“ eða „ꜹ“). Að mínu mati er unnt að færa rök fyrir því að þeim, sem fyrstir rituðu íslensku latínu - stöfum, hafi þótt viðeigandi að rita „au“ fyrir tvíhljóð með framburðinn [ɔ] (sjá Skomedal 1969:135–6 og Aðalstein Hákonarson 2010:24–32).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.