Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 93

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 93
fyrr en á 16. öld. Auk vitnisburðar (3d) bendir Bandle á vísbendingar frá 14. öld um veiklun æ í a, sem gefi til kynna breytingu æ í [a] (1956:36), þ.e. rímið ætla : fatla í Friðþjófsrímum, sem sennilega eru frá 14. öld, og ritháttinn „hvenar“ fyrir hvenær í heimild frá svipuðum tíma (sjá Björn K. Þórólfsson 1925:62, 72). Í Guðbrandsbiblíu eru dæmi um „lꜳu“ fyrir lágu, sbr. (3a), en einnig „drou“ fyrir drógu og „rouna“ fyrir rófuna. Þessi dæmi og fleiri af sama tagi sýna brottfall [ɣ] og [v] á eftir á og ó, en eru einnig vísbending um að á og ó hafi breyst í tvíhljóð, [a] og [o] (sjá nánar í 3.4). Bandle nefnir að sambærileg dæmi finnist í heimildum frá 15. öld en tilfærir ekki hvar.15 Að hans mati hefur tvíhljóðun á og ó því hafist í síðasta lagi á 15. öld (1956:34). Bandle fjallar ekki um hnígandi tvíhljóðið é [e] — hann taldi það senni lega ekki tilheyra máli Guðbrandsbiblíu — og tekur ekki tillit til rit- hátta á borð við „ei“ fyrir é við tímasetningu tvíhljóðunar hinna hljóð anna, en miðar aldurinn við það sem elstu heimildir í hverju tilviki gefa tilefni til. Þetta er ólíkt nálgun Hreins Benediktssonar en í grein hans um sögu íslenska sérhljóðakerfisins er gengið út frá því að é, æ, ó og á hafi öll sætt tvíhljóðun á sama tíma (1959:298–9) og að breytingin hafi byrjað ekki löngu eftir samfall  og ǿ sem Hreinn tímasetur til miðrar 13. aldar (1959:297–8). Hann segir að „[d]uring this period, especially in the four- teenth century, we find in manuscripts very frequently ei for earlier e: [þ.e. é, A.H.], e.g. leit for lét“ (1959:298). Hann nefnir ekki handrit en vísar til Björns Magnússonar Ólsens (1886:190) og Björns K. Þórólfssonar (1925:xv) sem benda einungis á áðurnefnt handrit, AM 291 4to frá ofan- verðri 13. öld. Hreinn þekkti ekki eldri heimildir um tvíhljóðun, sbr. ummæli hans síðar þess efnis að um hana væru vísbendingar frá því „as early at least as the early fourteenth or even the late thirteenth century“ (1977:29). Hreinn gerði þannig ráð fyrir því að æ, ó og á hefðu tvíhljóðast þegar um eða fyrir 1300 þótt hann gæti ekki bent á beinar heimildir þar um. Hann virðist hafa gengið út frá því að í tilviki þessara hljóða hafi ekki verið að vænta beinna áhrifa tvíhljóðunar á stafsetningu. Hreinn bendir á að rithættir á borð við „bæinn“ fyrir baginn, sbr. (3d), urðu ekki mögulegir fyrr en eftir tvíhljóðun stuttra sérhljóða í stöðu á undan -gi (t.d. [a] > Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 93 15 Stefán Karlsson hefur bent á heimild um breytinguna frá 15. öld í frumbréfi (DI 4:734 frá 1447) þar sem bæjarnafnið Skógum hefur upphaflega verið ritað „skofum“ en svo leiðrétt í „skogum“ (Stefán Karlsson 1989:17, sjá 1963:382).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.