Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Síða 95
tvíhljóði hafi það ekki tekið þátt í breytingu miðlægra og fjarlægra langra
einhljóða í hnígandi tvíhljóð sem þá hafi verið að hefjast (1988:185). Í
nýlegu yfirliti Michaels Schultes um þróun hljóðkerfis forníslensku er
fallist á þessar niðurstöður (2002:888).
3.3 Fleiri heimildir um tvíhljóðun
3.3.1 Tvíhljóðun æ
Norski málfræðingurinn Marius Hægstad benti snemma á að í handrit-
um frá byrjun 13. aldar væru vísbendingar um tvíhljóðun æ (1942:81–2).
Þar er stundum ritað „ei“ eða „æi“ (einnig með stafmerkjum) fyrir æ en
einnig eru dæmi um að tvíhljóðið ei sé ritað „e“, „æ“ eða „ǽ“. Hann tilfærir
fimm dæmi úr Hómilíubókinni (Holm perg 15 4to, um 1200);18 tvö úr
Rímbeglu (GKS 1812 IV 4to, um 1192);19 eitt úr Reykjaholtsmáldaga
(RM II, um 1204–8)20 og eitt úr broti úr Physiologus (AM 673 a I 4to,
um 1200).21 Þessi dæmi eru ekki einangruð því eins og Hægstad greinir
frá hafði Konráð Gíslason (1846) bent á sams konar dæmi í litlu yngri
handritum: þrjú í AM 677 B 4to (um 1200–25)22 eitt í AM 655 V 4to (um
1200–25)23 og þrjú í AM 325 II 4to (um 1225).24 Þetta sýnir, að mati
Hægstads, að snemma á 13. öld var æ „einkvarstaden eller i sume munnar“
að breytast í tvíhljóð (1942:81).
Hreinn Benediktsson virðist ekki hafa þekkt þessar heimildir því að
líkt og áður var nefnt staðhæfði hann að tvíhljóðunar æ sæi ekki stað í
heimildum fyrr en dæmi á borð við „dæ(g)inn“ fyrir daginn birtust (1959:
298–9). Í (3d) segir að þau elstu séu frá um 1400 en sennilega eru þau
nokk uð yngri (sjá nmgr. 14). Seinna benti Hreinn (1977:42, nmgr. 1) að
vísu á dæmi af sama tagi og dæmi Hægstads í handritinu Króks fjarðarbók
Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 95
18 Dæmin eru „hęitti“ hætti 60r2, „mæinleitom“ meinlætum 18r10, „tveír“ tvær 55r9,
„þær“ þeir 62r28, „tvǽr“ tveir 96v5 (sjá de Leeuw van Weenen 1993:58, 63). Hægstad nefnir
einnig dæmið „veilenndi“ fyrir vælindi eða vélindi en það hef ég ekki fundið í lýsingum
Wiséns (1872:vi) eða de Leeuw van Weenen (1993:58) á stafsetningu handritsins.
19 Dæmin eru „þęir“ og „þeir“ fyrir þær (sjá Larsson 1883:xi).
20 Dæmið er „þeir“ þær 1r16 (sjá Hrein Benediktsson 1965:iii).
21 Dæmið er „þer“ fyrir þeir.
22 Dæmin eru „litilleiti“ lítillæti, „greitr“ grætr og „hreiþiſc“ hræðisk (Konráð Gísla son
1846:184–6).
23 Dæmið er „leiriɴgar“ læringar 2v24 (Konráð Gíslason 1846:185). Í útgáfu Morgen -
sterns er þess í stað „lerriɴgar“ (1893:22).
24 Dæmin eru „yfir læiti“ yfirlæti 33.15, „ilanda mæíri“ í landamæri 38.16 og „læígi“ lægi
49.24 (Konráð Gíslason 1846:36).