Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 97

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 97
3.3.3 Ritun ei með einhljóðstáknum Þar sem tvíhljóðstákn standa fyrir é og æ er á ferðinni vitnisburður um tví - hljóðun. Í sömu handritum eru einnig oft dæmi um ei ritað með einhljóðs - tákn um, sem annars standa jafnan fyrir é og æ, og þannig er líka ritað í öðr um handritum frá svipuðum tíma. Á þetta er eðlilegt að líta sem öfug- ar staf anir. Við tvíhljóðun é og æ hafa þau orðið lík gamla tvíhljóðinu ei og ef til vill fallið saman við það í máli sumra. Þetta leiddi til þess að é og æ voru stundum rituð með táknum fyrir ei en áhrifin voru einnig á þann veg að ei var ritað með táknum fyrir é og æ. Eins og fram hefur komið tilfærði Hægstad dæmi af síðara taginu („þær“ fyrir þeir og „tvǽr“ fyrir tveir í Hómilíubókinni og „þer“ fyrir þeir í broti úr Physiologus) sem vitnisburð um tvíhljóðun æ. Þó verður að hafa í huga að sérhljóðin é og æ voru oft rituð með sömu táknum (sbr. Hrein Benediktsson 1965:58) og því ekki víst í sérhverju tilviki hvort ritun ei með einhljóðstákni endurspeglar tvíhljóðun é eða æ. Sennilega skiptir þetta þó ekki höfuðmáli hér því flest bendir til þess að é og æ hafi tvíhljóðast á sama tíma (sbr. heimildirnar í 3.3.1 og 3.3.2). Í töflu 3, á næstu síðu, er listi (áreiðanlega ekki tæmandi) yfir handrit frá því á seinni hluta 12. aldar og fram á öndverða 14. öld þar sem koma fyrir rithættir á borð við „e“ (algengast), „ę“ og „æ“ fyrir ei. Líkt og sést eru dæmin stundum allmörg. Einnig eru dæmi í yngri handritum. Áður var nefnt handritið Króks - fjarðar bók, AM 122 a fol frá því um 1350–70 (sjá kafla 3.3.1), og í AM 230 fol frá 14. öld eru mörg dæmi um bæði „e“ og „æ“ fyrir ei, t.d. „helag- leik“ heilagleik 20r25, „netaði“ neitaði 28r32, „ælifliga“ eilífliga 76r34, „varðvætir“ varðveitir 76v33 og „helaglæk“ heilagleik 69v27 (Saltnes 1978: 96–7). Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 97 (um 1330–1370, de Leeuw van Weenen 2000:68), AM 122 a fol (Sturlunga saga I 1906– 11:x), AM 47 fol (um 1300–1325, Finnur Jónsson 1916:xi), AM 230 fol (um 1300–1400?, Saltnes 1978:76–7), NKS 1824 b 4to (um 1400–1425, Olsen 1906–8:xxi). Leit í útgáfu Stefáns Karlssonar á frumbréfum fyrir 1450 (1963) gaf nokkur dæmi. Hið elsta er í DI 3:175 frá 1365, „seitta“ sétta App. 7.5, en Stefán segir það „usikkert“ (1963:420). Í tveimur bréfum frá 1402, DI 3:567 og 568, með sömu hendi, er þrisvar ritað „seir“ fyrir sér 124.3,5, 125.8. Í öðrum tveimur frá 1427, DI 4:391 og 397, eru dæmin „reitliga“ réttliga 203.7, „heir“ hér 203.8 og „sleittahlid“ Sléttahlíð 205.7. Hægstad fann um tuttugu dæmi til viðbótar í fornbréfum frá síðari hluta 15. aldar (1942:82–3). Þá hefur Björn K. Þórólfsson fundið fáein dæmi um rím ei : é í elstu rímum (1929a:238).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.