Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 105

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 105
(Larsson 1889) og enn fremur er slík dæmi að finna í allmörgum handrit- um frá því síðar á 13. öld sem og frá 14. öld (Lindblad 1954:135).41 Bent hefur verið á að tilgátan um að einhljóðsritun fyrir ei, au og ey megi rekja til Noregs sé vafasöm í ljósi þess að slíkir rithættir koma fyrir í hand - ritum sem innihaldsins vegna er ósennilegt að skrifuð hafi verið upp eftir norskum forritum (Kuhn 1954:67–8, Jón Helgason 1957:xxi).42 Einnig hef - ur verið bent á að í sömu handritum eru stundum dæmi um að einhljóð séu rituð með tvíhljóðstáknum og ljóst að tilgátan um norsk forrit skýrir ekki slík dæmi (Weinstock 1977:423). Þau dæmi mæla líka gegn hugmynd Stefáns Karlssonar um áhrif frá skriftarvenjum í Hamborg, Brimum og Lundi. Að mínu mati er ritun ǫ og ø með tvíhljóðstáknum og ritun au og ey með táknum fyrir einhljóð óbein afleiðing af tvíhljóðun í kerfi langra sér- hljóða. Breyting þessi hafði í för með sér að gömlu tvíhljóðin au og ey tóku að samsvara hinum stuttu ǫ og ø á sambærilegan hátt og löng hljóð almennt samsvöruðu stuttum hljóðum. Þetta krefst nánari útskýringar. Áhrifin sem um ræðir grundvallast á eðli stafsetningar íslensku að fornu, þar sem sama sérhljóðstákn stóð jafnan fyrir bæði langt og stutt sérhljóð. Þetta átti jafnt við á tíma elstu varðveittu handrita, þegar löng og stutt einhljóð höfðu (nánast) sama hljóðgildi, og á yngra skeiði þegar hljóð gildis samsvörun langra og stuttra sérhljóða hafði raskast. Sem dæmi má taka bókstafinn „e“, sem upphaflega stóð fyrir e [e] og é [eː] (og fjar- lægu sér hljóðin ę og ), en hafði í upphafi 13. aldar fengið gildin e [ɛ] og é [e] (að minnsta kosti í sumum mállýskum) vegna lækkunar stuttra sér- hljóða og tví hljóðunar langra sérhljóða. Gildi annarra bókstafa þróaðist einnig á svipaðan hátt. Ef gengið er út frá niðurstöðum 3. kafla um aldur tví hljóðunar voru gildi tákna fyrir frammælt sérhljóð eins og sýnt er í (5a) á fyrsta fjórðungi 13. aldar en í lok aldarinnar voru gildi tákna fyrir upp- mælt sérhljóð eins og fram kemur í (5b). Um miðja 13. öld afkringdist ǿ, sem hafði þá þegar breyst í tvíhljóð (sjá 2. kafla), og féll saman við  [æ]. Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 105 41 Athyglisvert er, í ljósi þess að venjulega er gert ráð fyrir því að ø og ǫ hafi tekið að falla saman á öndverðri 13. öld, að sjaldan, ef nokkurn tíma, er ritað „ey“ eða „ev“ fyrir upp - runa legt ǫ í handritum frá 13. og 14. öld (Lindblad 1954:135, Stefán Karlsson 2002:838). 42 Ekki eru heimildir um einhljóðun í norskum mállýskum jafnsnemma og kenning Seips gerir ráð fyrir, þ.e. í síðasta lagi á 12. öld. Því segir Seip: „Etter min mening henger disse skrivemåtene sammen med norsk — særlig østnorsk — diftongforenkling, som må hatt geografisk og kronologisk sammenheng med diftongforenkling i svensk“ (1944:148). Annars staðar færir Seip rök fyrir sérstökum menningartengslum Íslands við Suðaustur- Noreg, einkum Ranríki (nú í Svíþjóð) á 12. öld (1954:24–27) og segir meðal annars: „I Båhuslen [Ranríki] må diftongforenklingen ha vært sterkest gjennomført og ha preget skriftformen mest“ (Seip 1954:27).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.