Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 110

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 110
 Í kafla 5.2 mun farið yfir það helsta sem ritað hefur verið um rím é : æ. Litið verður til þess hvernig það hefur verið skýrt og staðhæfingar Björns um tíðni rímsins skoðaðar með gagnrýnum hætti. Í kafla 5.3 verður stungið upp á nýrri skýringu á rími é : æ þar sem það er tengt mállýsku - bund inni breytingu æ í hljóðasamband j og sérhljóðs sem í handritum var ritað t.d. „iæ“ eða „ie“. Í kafla 5.4 verða teknar saman helstu niðurstöður. 5.2 Eldri skýringar og tíðni Finnur Jónsson vakti athygli á rími é : æ í inngangi að útgáfu helgikvæða sem eignuð eru Jóni Arasyni (útg. Finnur Jónsson 1918:11–12). Í 4. erindi Ljóma ríma lénis og væni (1918:38) og í 31. erindi Krossvísna vér og fær (1918:75). Finnur dró af þessu þá ályktun að æ hefði ekki tvíhljóðast fyrr en eftir 1550. Því til stuðnings benti hann á heimildir úr annarri átt um að á Austfjörðum hefði æ verið einhljóð fram á 17. öld (1918:11–12), en það virt- ist koma vel heim við að breytingin hefði byrjað einhvers staðar á landinu á seinni hluta 16. aldar (sjá einnig Jóhannes L.L. Jóhannsson 1924:11–12). Björn K. Þórólfsson (1925:xviii, 1929a) féllst að mestu á þetta og bætti við útskýringu á rími é : æ. Að hans mati var síðari liður rununnar é (þ.e. [jɛː]) á þessum tíma langt og tiltölulega fjarlægt e-hljóð er líktist mjög ein- hljóðinu æ, sem þó var lítið eitt fjarlægara hljóð, en munurinn var lítill fyrst ríma mátti é : æ (1929a:239–40). Birni var þó ljóst að einhvers staðar á landinu var tvíhljóðun æ hafin löngu fyrir miðja 16. öld enda væru vís- bendingar um breytinguna frá því um 1400 (sjá kafla 3.2). Björn taldi hins vegar að útbreiðsla hennar hefði verið mjög takmörkuð fyrir 1550, sbr. eftirfarandi (1925:xviii): Þetta æ hjelst lengi í málinu, og var sá einn munur á því og é að æ var opnara; skáldin leyfðu sér að ríma é : æ þegar nauðsyn krafði, og koma slíkar hend- ingar ósjaldan fyrir í öllum skáldskap fram undir siðaskiftin. Jón biskup Arason og Hallur prestur Ögmund ar son ríma oft é : æ. Breyting æ-s í hið nýíslenska tvíhljóð æ (ai) hefur ekki náð mikilli útbreiðslu fyr en eftir 1550. Björn vísar ekki á nein dæmi en tilgreinir þó tvö skáld. Hvað Jón Arason snertir er víst að Björn hafði í huga helgikvæðaútgáfu Finns Jóns sonar þar sem fyrir koma tvö dæmi eins og áður sagði. Þessi vitnisburður er þó ekki ótvíræður því að í kvæðinu Píslargráti, sem einnig er í útgáfu Finns, eru fimm dæmi um að orð með é og æ myndi hálfrím.48 Þetta mælir gegn því Aðalsteinn Hákonarson110 48 Dæmin eru almætti : réttu 2:3 (Finnur Jónsson 1918:25), ættum : rétta 11:3 (1918:27), rétt : hætti 20:3 (1918:30), rétt : hætti 31:3 (1918:33), ættum : rétta 35:3 (1918:34).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.