Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 112

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 112
Þau eru langflest úr kvæðum sem líklega eru samin á 14. og 15. öld51 og því ekki vitnisburður um framburð æ á 16. öld. Ef til vill má segja, að þótt sýnt hafi verið fram á að heimildir Björns styðji ekki að æ hafi haldist óbreytt víðast hvar fram á miðja 16. öld, þá sé enn hægt að gera ráð fyrir að æ hafi á flestum stöðum verið einhljóð fram á 15. öld. Þetta er hins vegar vafasamt því ekki er ljóst að forsendur séu fyrir hendi til þess að meta hvað tiltekinn fjöldi dæma um rím é : æ (í þessu tilviki nítján dæmi í því safni kvæða sem Björn skoðaði) segir um útbreiðslu einhljóðsframburðar á 15. öld (að því gefnu að rím é : æ endur - spegli slíkan framburð).52 Niðurstaðan er sú að þótt hugsast geti að framan af hafi útbreiðsla tví- hljóðunar æ verið hæg er alveg óvíst að rímið é : æ sýni að svo hafi verið.53 Í næsta kafla verður sett fram ný skýring á rími é : æ þar sem ekki er gert ráð fyrir því að æ sé enn þá einhljóð. Samkvæmt henni er rímið því alls ekki heimild um útbreiðslu einhljóðsframburðar æ. 5.3 Ný skýring Fram hefur komið að Hægstad benti á vísbendingar um að æ hefði snemma tekið að breytast í hnígandi tvíhljóð. Heim ildirnar voru ekki aðeins rit- hættir á borð við „æi“ fyrir æ og öfugar stafanir eins og „æ“ fyrir ei. Hægstad (1942:81) fann einnig dæmi um ritháttinn „iæ“ fyrir æ í frum- bréfi frá 1344, DI 2:509: „biækr“ bækr, „tuiærr biækr“ tvær bækr, „kliæde“ klæði og „viætt“ vætt.54 Þetta taldi hann þó ekki „anna enn ein uhjelpeleg skrivemaate for æi“ (1942:81). Janez Orešnik (1982) átti síðar eftir að rannsaka rithætti af þessu tagi. Hann fann aðeins fáein dæmi til viðbótar í frumbréfum en í átján hand- Aðalsteinn Hákonarson112 51 Ólafsrímur B með dæmið frétt : sætt 1.32 (Rs 1:190) eru þó sennilega frá 16. öld. 52 Í þessu samhengi má nefna að Hreinn Benediktsson (2002 [1979]:234–6) taldi dæmi um rím vá : ó í svipuðu safni rímna og Björn notaðist við og fann 150–160 dæmi á móti 15 dæmum Björns um rím é : æ (21 ef með eru talin dæmi með vél og véla). Ekki blasir við að tíðni hljóðanna hafi verið svo ólík að búast megi við að vá : ó sé tífalt algeng ara rím en é : æ. Sennilegra virðist að framburðurinn sem rímið é : æ endurspeglar hafi einmitt ekki verið mjög útbreiddur. 53 Til eru heimildir um að sums staðar á Austfjörðum hafi æ verið borið fram sem ein- hljóð fram á 17. öld (sjá Finn Jónsson 1918:11–12, Stefán Karlsson 1970:216–18 og Hrein Benediktsson 1961–62:95–96) og ef til vill mætti túlka þær sem vísbendingu um að tví- hljóðun æ hafi breiðst hægt út. Fyrir fram virðist þó alveg jafnlíklegt að tvíhljóðun æ hafi snemma breiðst út um mestallt land en verið lengi að ná til afskekktra svæða á Austfjörðum. 54 Í þessu bréfi er einnig „briædr“ bræðr (sjá Stefán Karlsson 1963:13–14).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.