Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 113

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 113
ritum fann hann alls 125 dæmi um „iæ“ eða „ie“ (oft með stafmerkjum, t.d. „íæ“ eða „ię“) fyrir æ.55 Langflest voru frá 14. öld, einkum síðari hluta hennar. Orešnik dró þá ályktun af þessu að í mállýsku, sem töluð hefði verið á Norðurlandi og Breiðafjarðarsvæðinu,56 hefði langa einhljóðið æ breyst í stígandi tvíhljóð með hljóðgildið „[iæː]“ (1982:193). Hann taldi víst að þróun æ tengdist þróun é, sem einnig er talið hafa breyst í stígandi tvíhljóð (sbr. 2. kafla), og gerði því skóna að átt hefði sér stað „an exten- sion of the diphthongization process from é to a sound of the same nat- ural class, namely æ“ (1982:194). Að mati Orešniks varð þessi framburður æ ekki langlífur og dó að mestu út þegar um 1400. Þar sem ritað er „iæ“ eða „ie“ fyrir æ í yngri heimildum gerir Orešnik ýmist ráð fyrir því að skrifað hafi verið upp óbreytt eftir eldra forriti (1982:190) eða því að tví- hljóðið hafi lifað áfram í örfáum sérnöfnum (1982:185–6). Hvað meginatriði snertir er hægt að taka undir niðurstöður Orešniks. Ritun „iæ“ og „ie“ fyrir æ hlýtur að endurspegla breytingu þess í hljóð sem var ólíkt bæði gamla einhljóðinu [ɛː] og hnígandi tvíhljóðinu [a] er síðar varð almennt. Orešnik talar um stígandi tvíhljóð, en líkt og rökstutt var í 2. kafla endurspegla rithættir eins og „iæ“ og „ie“ hljóða samband hálfsér- hljóðsins [j] og sérhljóðs. Til hægðarauka verður vísað til þessa hljóðasam- bands sem jæ hér á eftir. Einnig virðist rétt að fallast á að fram burðurinn hafi tíðkast á Norðurlandi og Breiðafjarðarsvæðinu,57 en hins vegar er ólíklegt, í ljósi þess sem fram kemur hér á eftir, að jæ hafi horfið þegar um 1400. Áhugavert er að í dæmasafni Orešniks er „iæ“ eða „ie“ langoftast ritað fyrir æ í stöðu á eftir varamæltu samhljóðunum v og b. Í tveimur frum- bréfum frá 14. öld eru fjögur dæmi í orðmyndunum bækr, tvær (DI 2:509, sbr. að ofan)58 og væri („viære“ DI 3:111, sjá Stefán Karlsson 1963:38). Í Aldur tvíhljóðunar í forníslensku 113 55 Orešnik telur ekki með dæmi um „iæ“ og „ie“ í orðum eins og vél, véla og vér því þar gæti svo verið ritað fyrir é fremur en æ (1982:184, nmgr. 2). Undir þetta falla einnig orðin vætt ‘þungi’ og vættur ‘vera’ (s.st.) því þar var upphaflega é sem snemma varð fjarlæg- ara (sjá Noreen 1923:98). Í fornmálinu voru til tvímyndir, vætt ~ vétt og vættr ~ véttr. 56 Frumbréf og handrit með „iæ“ eða „ie“ fyrir æ, sem hægt er að staðsetja, eru frá þess- um svæðum og því ljóst að framburðurinn sem hann endurspeglar tíðkaðist þar. Óvarlegt er hins vegar að draga víðtækari ályktanir um landfræðilega dreifingu hans. Varð veitt frumbréf frá því fyrir 1450 eru flest frá Norðurlandi og gefa því litlar upp lýs ing ar um önnur svæði (Orešnik 1982:185–86, sjá einnig Stefán Karlsson 1963:xx). Tólf af átján hand- ritum með „iæ“ eða „ie“ fyrir æ eru frá Norðurlandi eða Breiða fjarðar svæðinu en upp runi hinna er óþekktur (Orešnik 1982:189–92). 57 En hann kynni að hafa náð til annarra svæða, sbr. nmgr. 56. 58 Varðandi dæmið „viætt“ vætt í DI 2:509, sjá nmgr. 55.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.