Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 134

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 134
2004, 2009, Meibauer 2007, Scalise og Guevara 2005, Lieber og Scalise 2007 og Sato 2010). Svo eru þeir sem aðhyllast sterkari útgáfuna, sbr. (15) og (17), þ.e.a.s. að það sé ekkert samband á milli orðasafnsins og setninga- hlutans og að setningarlegar samsetningar séu myndaðar úr liðum sem geymdir eru í orðasafni (sjá Kiparsky 1982, Mohanan 1986, DiSciullo og Williams 1987, Bresnan og Mchombo 1995, Wiese 1996 og Jackendoff 1997).12 Í næsta kafla verða þessar hugmyndir um samband orðasafnsins og setningahlutans bornar að setningarlegum samsetningum í íslensku til þess að kanna hvaða útgáfu orðasafnstilgátunnar íslensku dæmin styðja. 4. Greining á setningarlegum samsetningum í íslensku Samkvæmt því sem rætt hefur verið í köflunum á undan er mikilvægt varð - andi setningarlegar samsetningar að finna leiðir til þess að skera úr um hvort fyrri liðurinn komi úr orðasafni eða hvort hann er myndaður með virk um reglum. Samkvæmt Jackendoff (1997:154–155) eru eftirfarandi tegundir fyrri liða í setningarlegum samsetningum geymdar í orðasafni: (20)a. Orðatiltæki (e. idioms): [[kiss-my-ass]-cop] (no.) b. Klisjur (e. clichés): [[here-you-get-all-you-need]-seminar] (no.) c. Titlar (e. titles): [[Romeo-and-Juliet]-feeling] (no.) d. Tilvitnanir (e. quotes): [[no-power-no-drugs]-bullshit] (no.) e. Hliðskipuð nafnorð (e. binominals): [[friend-or-foe]-philosophy] (no.) f. Tökufrasar (e. loan phrases): [[fast-food]-cinema] (no.) Þeir sem aðhyllast hina sterkari útgáfu af tilgátunni um sjálfstæði orða - safns ins eru á því að flokka megi alla fyrri liði í setningarlegum sam setn - ingum samkvæmt upptalningu Jackendoffs (sjá Bresnan og Mchombo Þorsteinn G. Indriðason134 12 Hér er athyglisvert að velta fyrir sér hvað vinsæl málfræðikenning eins og mynst ur - málfræðin (e. construction grammar, sbr. Croft 2007) segir um setningarlegar samsetningar. Í mynsturmálfræðinni er byggingareiningin (e. construction) miðlæg og hver einasta málleg eining er byggingareining af einhverju tagi, hvort sem um er að ræða hina smæstu einingu, hljóðið, eða stærri einingar eins og orð eða setningar. Því væri hægt að halda því fram að innan mynsturmálfræðinnar væri ekki gerður neinn grundvallarmunur á setningarliðum og orðum; litið væri á hvort tveggja sem byggingareiningar á mismunandi stað á hinni svonefndu samfellu milli orðasafns og setningafræði (e. lexicon–syntax continuum). Því væri hægt að segja sem svo að mynsturmálfræðin væri ekki svo upptekin af spurningunni um sjálfstæði einstakra hluta málfræðilíkansins að bæði fyrri og seinni hlutar setningar- legra samsetninga væru túlkaðir sem byggingareiningar og því væri vandalaust að finna hvorar tveggja einingarnar innan samsettra orða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.