Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Page 137
í orða safni, sbr. innskot með lýsingarorðunum eilífu í (29) og atviksorð -
un um næstum því (30) og þarnæstu í (31).
(29)a. Það kom [[á-tali]-sónn] í hvert skipti sem hann hringdi.
b. Það kom [[á-eilífu-tali]-sónn] í hvert skipti sem hann hringdi.
(30)a. Það ætti nú eiginlega að kalla þetta [[er-valla]-brú].
b. Það ætti nú eiginlega að kalla þetta [[er-næstum-því-valla]-brú].
(31) a. Orkuveitan tekur ekki [[eftir-helgi]-töfina] á bilanir.16
b. Orkuveitan tekur ekki [[eftir-þarnæstu-helgi]-töfina] á bilanir.
Innskotsaðferðin gengur svo ágætlega á setningarlega liði með flóknari
bygg ingu, liði sem eru því sem næst fullbúnar setningar eins og sýnt er í
(32–34), þar af tvær setningar í (34), þar sem skotið er inn lýsingar orð un -
um stóru og sterku í (32b), lýsingarorðinu kvikindislegt og atviksorðinu rosa-
lega í (33b) og atviksorðunum hrikalega og ferlega í (34b):
(32)a. Hann brosti hálfgerðu [[ég-er-bara-einn-af-ykkur-strákunum]-
brosi].
b. Hann brosti hálfgerðu [[ég-er-bara-einn-af-ykkur-stóru og sterku-
strákunum]-brosi].
(33) a. Tryggvi Þór spilaði [[bannað-að-gera-grín-að-fötluðum]-spilinu].
b. Tryggvi Þór spilaði [[bannað-að-gera-kvikindislegt-grín-að-rosa lega-
fötluðum]-spilinu].
(34)a. [[Æ-hvað-ég-á-bágt,-allir-eru-vondir-við-mig]-greinin] hans Bjarna.
b. [[Æ-hvað-ég-á-hrikalega-bágt,-allir-eru-ferlega-vondir-við-mig]-
greinin] hans Bjarna.
Þegar setningarlegu liðirnir í (29)–(34) eru bornir saman við lista Jacken -
doffs í (20) að framan þá er ekki hægt að finna nein sláandi líkindi þarna
á milli. Hér eru að minnsta kosti ekki á ferðinni föst orðatiltæki, titlar, til-
vitnanir eða tökufrasar, þótt sjálfsagt væri hægt með einhverjum hætti að
tengja suma liðina við klisjur. Sjálf skilgreiningin á klisju er eftirfarandi:
‘… endurtekin og útslitin orð eða orðasambönd’ (Íslensk orðabók fyrir skóla
og skrifstofur 1994:504). Það mætti þá halda því fram að klisja væri and -
stæðan við nýmyndanir og því má segja að setningarlegur liður sem ekki
hefur verið myndaður áður hljóti að vera kominn úr setningahluta tungu-
Setningarlegar samsetningar í íslensku 137
16 Í merkingunni ‘Orkuveitan lætur ekki bilanir bíða þangað til eftir helgi’.