Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 146

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 146
 Dæmi hafa eða ofur- ná- alls hafa ekki gott næmt frábært öruggt lélegt næmt kvæmt slæmt tóneyra 637 33 151 126 6 4 3 2 1 1 Tafla 1: Fjöldi dæma um orðið „tóneyra“ á Tímarit.is og nokkur lýsingarorð sem þar standa með því. Eins og sjá má af þessu stundum einfaldlega talað um að „hafa (eða hafa ekki) tóneyra“ eins og það sé spurning um af eða á, en oftar eru höfð met- andi lýsingarorð með og þá eru þau oftast jákvæð. Auk þessa má finna sjö dæmi á Tímarit.is um orðasambandið fullkomið tóneyra, en með því er yfirleitt átt við tiltekinn hæfileika sem fáum er gefinn. Hann felst einkum í því að geta greint tóna án nokkurrar viðmiðunar, þekkja t.d. hvort ákveðinn tónn sleginn á píanó er c eða a — og geta þá líka sungið tiltekinn tón „eftir pöntun“. Því hefur verið haldið fram að aðeins einn af hverjum 10.000 hafi þennan hæfileika (sjá t.d. Sacks 1995:621). Það er sem sé óumdeilt að fólk hefur misjafnlega gott eða næmt tóneyra. Þeir sem eru neðst á þeim skala eru gjarna kallaðir laglausir (e. tone deaf). Sumir hafa þó haldið því fram að laglaust fólk sé ekki til (nema þá þeir sem hafa orðið fyrir einhvers konar heilaskaða) og allir búi yfir þeim hæfileika að greina á milli tóna þótt menn séu misnæmir á þessu sviði. Allir geti aukið þessa hæfileika með markvissri þjálfun, líka þeir sem eru taldir laglausir. Vegna þessa hafa söngkennarar stundum boðið söngnámskeið fyrir „laglausa“.2 Þeir sem eru í vafa um hæfileika sína á þessu sviði eða vilja fá staðfestingu á þeim geta fundið viðeigandi próf á Netinu.3 Rannsóknir og reynsla styðja þá fullyrðingu að fólk geti bætt tóneyra sitt með markvissri þjálfun, en rannsóknamenn hafa líka reynt að skil- greina þau mörk sem gætu réttlætt það að kalla tiltekinn hóp fólks lag- lausan. Rannsóknahópur við Harvard Medical School og Beth Israel Deaconess Medical Center í Boston er meðal þeirra sem fást við eðli tón- skynjunar og reyna að staðsetja sem best þær heilastöðvar sem þar skipta máli. Þessi hópur hefur hefur líka gert tilraun til að meta hve hátt hlutfall fólks er laglaust. Niðurstöður úr þeim tilraunum eru dregnar saman á mynd 1 (sjá http://musicianbrain.com/td_faq.htm): Höskuldur Þráinsson146 2 Áhugasamir geta auðveldlega fundið slík námskeið með því að leita á Netinu. Ég kann ekki við að vera að auglýsa einstök námskeið eða tiltekna kennara hér. 3 Sjá t.d. http://www.musicianbrain.com/pitchtest/ og http://tonedeaftest.com/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.