Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Side 169
Embick, David, og Rolf Noyer. 2001. Movement Operations after Syntax. Linguistic
Inquiry 32:555–595.
Halle, Morris, og Alec Marantz. 1993. Distributed Morphology and the Pieces of
Inflection. Ken Hale og Samuel Jay Keyser (ritstj.): The View from Building 20. Essays
in Linguistics in Honor of Sylvain Bromberger, bls. 111–176. MIT Press, Cambridge,
MA.
Marantz, Alec. 2013. Locality Domains for Contextual Allomorphy across the Interfaces.
Ora Matushansky og Alec Marantz (ritstj.): Distributed Morphology Today:
Morphemes for Morris Halle, bls. 95–115. MIT Press, Cambridge, MA.
Pylkkänen, Liina. 2002. Introducing Arguments. Doktorsritgerð, Massachusetts Institute
of Technology, Cambridge, MA.
Schwarz, Florian. 2009. Two Types of Definites in Natural Language. Doktorsritgerð,
University of Massachusetts, Amherst.
Anton Karl Ingason
Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands
IS-101 Reykjavík
antoni@hi.is
Gísli Rúnar Harðarson. 2016. Cycling Through Grammar: On Compounds,
Noun Phrases and Domains. Doktorsritgerð, Connecticutháskóla, Storrs,
CT. x + 225 bls.
Meginþema þessarar ritgerðar er spurningin um virknisvið mismunandi ferla
málfræðinnar, þ.e.a.s. að hve miklu leyti markast þau af formgerð orða og setn-
inga og hversu lík/ólík eru þau. Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á þessa
spurningu með ítarlegri skoðun á samspili milli liða innan ósamsettra orða, sam-
settra orða og nafnliðarins í íslensku
Í fyrsta kafla er rannsóknarspurningin rædd og verkefnið sett í stærra fræði -
legt samhengi. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru einnig kynntar, en þær eru
(i) að virknisvið innan málfræðinnar eru mörkuð af setningafræðilegri formgerð,
(ii) að svið innan samsettra hausa (e. complex heads) eru mynduð á sama máta og
svið innan setningaliða (e. syntactic phrases) og (iii) að virknisvið ólíkra ferla geta
verið mörkuð af mismunandi punktum innan formgerðarinnar.
Í öðrum kafla er athyglinni beint að formgerð samsettra orða í íslensku og þá
sérstaklega að samspili beygðra og óbeygðra viðliða. Farið er yfir helstu einkenni
samsettra orða og muninn á samsetningum og setningarliðum. Áður hefur verið
bent á að beygingarending viðliða „sýn[i] hvernig samsetningunni er háttað“
(Eiríkur Rögnvaldsson 1990:35, héreftir ER). Eiríkur bendir t.a.m. á að í sam-
setningum þar sem tveir forliðir mynda heild gagnvart haus orðsins (samsettur
forliður), er annar forliðurinn oft beygður ef fyrri forliðurinn er óbeygður, sbr.
borðplata og skrifborðsplata (ER:35). Ef haus og seinni forliður mynda heild gagn-
Ritfregnir 169