Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2016, Blaðsíða 170
vart fyrri forlið (samsettur viðliður) „helst stofnsamsetning hafi hún verið fyrir“
(ER:35), sbr. bílstjóri og einkabílstjóri. Í þessari ritgerð er því haldið fram að þessi
athugun Eiríks hafi ekki einungis verið rétt, heldur megi halda fram sterkari til-
gátu, þ.e. að (a) fari óbeygður forliður á undan beygðum er einungis mögulegt að
hafa beygðan forlið (sjá (1a)), og (b) fari beygður forliður á undan óbeygðum, er
aðeins mögulegt að hafa beygðan viðlið (sjá (1b)). Vert er að taka fram að eins og
(b) er sett fram, er það ekki skilyrði að stofnsamsetning sé til fyrir í málinu, held-
ur mun (b) einnig eiga við um nýjar samsetningar. Séu báðir viðliðir beygðir eða
óbeygðir eru báðar formgerðir mögulegar (sbr. (1c,d)).
(1)a. *[ karl [ hesta - vagn ] ] [ [karl - hesta] vagn ]
b. [ karla [ hest - vagn ] ] *[ [ karla - hest ] vagn ]
c. [ karl [ hest - vagn ] ] [ [ karl - hest ] vagn ]
d. [ karla [ hesta - vagn ] ] [ [ karla - hesta ] vagn ]
Til að útskýra þetta mynstur er því haldið fram að formgerð nafnorða sé lagskipt
og viðliður verði að samsvara því lagi sem hann hengist við. Hvað íslensku varðar
koma tvö lög til greina, stofnlag og beygingarlag. Verða þá stofnsamsetningar að
eiga sér stað í stofnlagi og eignarfallssamsetningar í beygingarlagi.
Þriðji kafli fjallar svo um samspil milli liða innan orðsins, er þá átt við bæði
samsett og ósamsett orð, og er sérstaklega rætt um hljóðkerfisfræðilegt samspil.
Annars vegar er reynt er að svara því hvers vegna sum ferli, eins og hljóðvörp,
geta verkað allt í gegnum ósamsett orð og hunsað (sérhljóðalaus) myndön sem
koma á milli hljóðvarpsvalds og hljóðverpils (sjá (2)), en ekki milli liða í samsetn-
ingum, (sbr. (3)), og hins vegar hvers vegna samsett orð fá sérstaka orðaáherslu
(sbr.(4), sjá t.a.m. Þorstein Indriðason 1999 og Kristján Árnason 2011:260–261,
271–275 og tilvísanir hjá þeim).
(2)a. gráð-ug- græð-g-i
b. bak-ar- bök-ur-um
(3) bak-ar-a-banan-i bak-ar-a-bönun-um *bök-ur-u-bunun-um
(4)a. ˈdrottning-ˌar ˈdrottning-ar-ˌmaður ˈmaður ˈdrottningar
b. ˈprófessˌor ˈprófessor(s)-ˌbindi ˈbindi ˈprófessors
Sett er fram greining sem er sambærileg við hringvirkni (e. cyclicity) í setn-
ingafræði. Sú greining er síðan notuð til útskýringar á þekktum liðgerðar -
þverstæðum (e. bracketing paradox) í ensku og vesturgermönsku. Að lokum eru
rædd möguleg merkingarfræðileg svið sem hugsanlega má leiða út frá form-
gerðinni sem sett var fram í öðrum kafla.
Í fjórða kafla er svo fjallað um íslenska nafnliðinn. Þar er lagt út frá þeirri
hugmynd að formgerð nafnorðsins endurspegli formgerð nafnliðarins. Mynd -
önin sem nafnorðið samanstendur af mynda setningarliði og svo er nafnorðið sett
saman með svonefndri hausafærslu (e. head movement). Fjallað er um færslur
innan nafnliðarins í tengslum við viðhengda greininn (matur-inn) og færð rök
Ritfregnir170