Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 28
6
UM SANDHOLTSFEÐGA
var John Parker og var hann eins konar ræðismað-
ur Englendinga hér á landi um þær mundir, sem
Napoleonsstríðin stóðu yfir og Jörundi hundadaga-
kóngi skaut hér upp (1809). — Parker þessi mun
hafa verið harður í horn að taka og ófyrirleitinn í
viðskiptum við menn, þó að ekki sé það þó vel að
marka, hve illa hann var séður af dönskum kaup-
mönnum í Reykjavík og dönskum yfirvöldum þar.
Um hann og þá, sem í þjónustu hans voru, spunnust
því ýmsar sögur, meira og minna ýktar og endur-
bættar, og fór Óli Sandholt ekki varhluta af þeim
ámælum. Espólín segir t. d. frá því, að vorið 1812 hafi
Parker konsúll haft nógar vörur, en ekki viljað selja
þær, þó að mönnum lægi nærri við hungursneyð í
Reykjavík, og sem dæmi þess, hversu konsúllinn
hafi verið tilhaldssamur og ónærgætinn, þá hafi hann
haft hvítt sykur til þess að bera á stígvélin sín, svo
að þau yrðu gljáandi. —
Óli Sandholt fékk sinn bróðurhlut af þeim óhróðri
og slúðursögum, sem settar voru í umferð um verzl-
un Englendinga og þeirra, sem við hana unnu. Espó-
lín fer líka óvirðulegum orðum um Óla, sem hann
segir, að sé sonur Aníku, „kerlingarinnar hinnar
grænlenzku". — Það kann vel að vera, að Óli hafi
fremur orðið fyrir reiði þeirra dönsku í Reykjavík
en aðrir þjónar Parkers konsúls, þar sem hann var
bæði óvenju einbeittur, slyngur og gáfaður maður,
þó að hann máske ætti ýmislegt til, eins og málaferli
hans, sem nú skal sagt frá, geta bent til. —
Óli hafði skorið niður snæri eða snúrur, líklega
þvottasnúrur, fyrir kerlingu einni í Reykjavík, en af
því að hann átti marga öfundarmenn vegna gengis
síns hjá Parker konsúl, var kerlingin spönuð upp í