Gríma - 01.09.1941, Side 30
8
UM SANDHOLTSFEÐGA
móðurætt hans, því að sagt er, að Aníka hafi verið
sérstaklega vel eygð og hafi haft snarpt og ákveðið
augnatillit. — En slík augu og augnatillit munu enn
vera til hjá afkomendum Aníku, þó að nú séu gengn-
ar 4—5 kynslóðir. — Óli hafði verið skarpgáfaður
maður og snar í tilsvörum og á mörgum sviðum
mikill hæfileikamaður, t. d. var hann óvenju skot-
fimur, og var álitið, að þann hæfileika hefði hann
erft frá móðurfrændum sínum, Eskimóunum í Græn-
landi. — Hann var talinn bezta skytta á íslandi á
sínum dögum, og eru margar sögur enn til um það,
hversu hittinn hann var. Ein er sú, að hann hafi á
síðustu árum sínum eitt sinn komið um borð í kaup-
far á Ólafsvíkurhöfn, en þar stóð þá á þilfarinu
prýðilegur, silfurbúinn riffill upp við „káetukapp-
ann“. Skipstjórinn átti riffilinn og hafði hann heyrt
sögurnar um, hversu Óli var leikinn í því að fara
með byssu, en lagði ekki trúnað á þær. Það er sagt,
að svo hafi viljað til, að maríuerla hafi setið á einni
seglrá skipsins, og hafi skipstjórinn boðið Óla riffil-
inn að verðlaunum, ef hann gæti hæft maríuerluna á
flugi með kúlunni, þegar hún flygi upp. Óli tók riff-
ilinn án þess að hika og beið þess, að smáfuglinn tæki
flugið, en skaut þá og hæfði hann og tók riffilinn að
launum. — Það var venja fyrr á dögum, að skyttur
gáfu byssum sínum nöfn, einkanlega ef þær voru sér-
staklega góðar og þeim hafði heppnazt vel með þær.
Óli Sandholt kallaði riffil þennan Högna, og er hann
nú í minni eigu, vel nothæfur enn, þó að nú sé hann
orðinn rúmra hundrað ára gamall. Með honum hefuc
mörg góð veiði1 náðst, og er mér sagt, að margur út-
selurinn hafi orðið að láta lífið fyrir kúlum hans. —
Gísli Konráðsson sagnaritari segir frá því, að hann