Gríma - 01.09.1941, Síða 32
10
UM SANDHOLTSFEÐQA
ur var Reynistaðarmágur, af því að hann átti Hólm-
fríði dóttur Halldórs Vídalíns klausturhaldara á
Reynistað, og var hún því systir Reynistaðarbræðra,
sem úti urðu á fjöllunum. — Guðrún var gáfuð og
glæsileg kona eins og hún átti ætt til, og eignuðust
þau sex börn, sem upp komust og juku kyn sitt. Af
þeim er nú margt merkra manna komið utanlands
og innan, og þykir áberandi, hve mikil listhneigð í
ýmsar áttir er í kyni þeirra, og má eflaust rekja það
til beggja hliða, bæði til ættfeðra Reynistaðarættar-
innar, Páls lögmanns Vídalíns og Bjarna sýslumanns
Halldórssonar á Þingeyrum, og eins til forfeðra Óla
norður í Þingeyjarsýslu og vestur í Grænlands-
byggðum. —
Óli Sandholt var ekki heilsuhraustur, þegar fram
á ævina leið, fremur en faðir hans hafði verið, og
mun hann hafa tekið sömu veiki, brjósttæringu. —
Þegar hann hafði verið verzlunarstjóri í Keflavík
nokkur ár, giftist elzta dóttir hans, Ása, Hans A.
Clausen kaupmanni í Ólafsvík árið 1830, og árið eftir
flutti Óli Sandholt vestur að Búðum á Snæfellsnesi
og gjörðist þar verzlunarstjóri hjá tengdasyni sínum,
sem þá átti Búðir. — Þá var byggt handa honum hið
stóra hús, svokallað Sandholtshús, sem enn stendur
á Búðum, nú orðið rúmra 100 ára gamalt. Þar lifði
Óli í fjögur ár, en dó á ferðalagi hjá dóttur sinni í
Ólafsvík 1835 og var grafinn á Ingjaldshóli. —
Börn Óla Sandholts og Guðrúnar voru tveir synir,
Árni og Bjarni, og fjórar dætur, Ása, Hólmfríður,
Sigríður og Ingibjörg, og skal nú sagt nokkuð frá
þeim.
Þeir bræðurnir, Árni og Bjarni Sandholt, voru
báðir látnir ganga skólaveginn og verða stúdentar,