Gríma - 01.09.1941, Síða 33
UM SANDHOLTSFEÐGA
11
þó að fyrir þeim báðum ætti það að liggja að verða
kaupmenn. Þeir voru því betur menntaðir en al-
mennt var um kaupmenn á þeirra tímum. Auk þess
voru þeir gáfaðir hæfileikamenn og skákuðu því oft
og einatt ómenntuðum kaupmönnum, sem varla gátu
talizt meðalmenn á sínu sviði. Það var því ekki svo
undarlegt, að sögur færu af kaupkænsku þeirra
Sandholtsbræðra, enda nefnir Matthías Jochumsson
þá í endurminningum sínum og kallar þá „hina
slægu, vestfirzku kaupmenn*1.1)
Árni Sandholt var fæddur í Reykjavík árið 1814.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Keflavík, en
var látinn nema skólalærdóm hjá Árna stiftsprófasti
Helgasyni í Görðum og útskrifaðist frá honum með
bezta vitnisburði 18 ára gamall, vorið 1832. Þá fór
hann vestur að Búðum og gaf sig að verzlunarstörf-
um upp frá því. Hann gekk þá í þjónustu mágs síns,
Clausens kaupmanns í Ólafsvík, og varð verzlunar-
stjóri hans á Búðum eftir föður sinn. Árið 1838
kvæntist hann svo Mettu, dóttur Guðmundar Guð-
mundssonar fyrrv. verzlunarstjóra á Búðum, sem
var faðir Sveins, síðar kaupmanns á Búðum. Vorið
1846 fluttist Árni Sandholt alfarinn til Kaupmanna-
hafnar og gjörðist þá meðeigandi og meðstjórnandi
verzlunar Clausens mágs síns, en sú verzlun hafði
aukizt mjög á þeim árum og blómgazt svo, að þá var
hún rekin á fimm stöðum á Vesturlandi, auk þess
sem spekúlantsskip voru árlega send til tveggja
staða á Norðurlandi. — Þeir mágarnir, Árni Sand-
holt og Clausen, skiptu með sér verkum þannig, að
Clausen sat í Höfn og sá um innkaup og sölu afurða,
M. Joch.: Sögukaflar af sjálfum mér,