Gríma - 01.09.1941, Page 38
16
UM SANDHOLTSFEÐÖÁ
urðir landsmanna, en þá komu spekúlantarnir á
skipum sínum, hlöðnum varningi, en oft misjafnlega
þörfum, ginntu menn til viðskipta við sig og tóku
framleiðsluvöruna, sem fastakaupmaðurinn hafði
lánað út á. —
Árni Sandholt stóð í opnu stríði við þá spekúlanta,
sem voru svo ósvífnir, að sýna sig á þeim höfnum,
þar sem Clausensverzlanir störfuðu, og lét hann vaka
yfir hverju fótmáli þeirra og athöfnum, og eins
kærði hann þá án tafar, ef þeir lágu nokkra stund á
höfnunum fram yfir lögákveðinn tíma, sem voru
þrjár vikur. — Það var venja lausakaupmanna að
freista bænda til þess að láta sig fá ull þeirra, með
því að bjóða þeim í leyni hærra verð fyrir ullar-
pundið en þeir gátu fengið hjá kaupmanninum í
landi, og með þessu móti tókst þeim oft að ná við-
skiptum, einkum ef kaupmaðurinn á staðnum var
óþjáll viðureignar eða of seinn á sér með að hækka
ullarverðið. — Á þessu sviði var Árni Sandholt á
verði og lagði ríkt á við verzlunarstjóra sína „að
gjöra spekúlöntunum þungan róður“, eins og hann
kemst að orði í bréfi sínu til Páls Hjaltalíns verzl-
unarstjóra í Stykkishólmi.1) — En í öðru bréfi2) seg-
ir hann Páli að hann verði í viðureign sinni við
lausakaupmenn „að haga seglum eftir vindi og ekki
sleppa höndlunarmönnum“, og ef spekúlantarnir
gjöri eitthvað í pukri, þ. e. a. s. gefi hærra fyrir vör-
una í leyni, þá skuli hann gjöra slíkt hið sama þeim
til ertni. — Það er sýnilegt á öllu, að Árni Sandholt
hefur haft í fullu tré og haldið uppi óvægilegri bar-
áttu í fullri samkeppni við samkeppnismenn sína,
J) Lbs. 307 fol. 2) S. st. 30/6 1852.