Gríma - 01.09.1941, Page 43
UM SANDHOLTSFEÐGA
21
Þá hafi hann svarað: „Ó, hann Sandholt minn sagði
mér sjálfur, að amtmaðurinn borðaði aldrei kökur úr
öðru korni, síðan hann komst upp á það, og held eg
að okkur dónunum sé ekki vandara um en hon-
um.... “ Síðan segir bréfritarinn, að hörmulegt sé,
að svo mikið „bræðraþel“ hafi menn til dönsku
kaupmannanna, að þeir lofi þeim að hefta stofnun
verzlunarfélaganna og steypa þeim, ef í boði sé
brennivínsstaup, „sjókolaðikaka frá honum Clausen
til konunnar þinnar“, eða jafnvel nokkrir dalir, ef
stórlaxar eiga í hlut, sem ráði yfir heilum héruðum.
— Mér þykir hér nokkuð mikið gjört úr áhrifum
kaupmannsins, og eflaust er líka of óvirðulega farið
með bændurna í Húnavatnssýslu, þó að tilætlun
bréfritarans hafi vissulega verið hin gagnstæða. —
Bjarni Sandholt var kvæntur dóttur Hemmerts
kaupmanns á Skagaströnd, og áttu þau börn. —
Hann var alltaf búsettur í Kaupmannahöfn, eftir það
er hann kvæntist, og börn þeirra settust að í Dan-
mörku og juku þar kyn sitt. — Afkomendur Bjarna
eru merkir menn í Danmörku; þ. á. m. er sonarson-
ur hans mjög kunnur málafærslumaður við hæsta-
rétt í Kaupmannahöfn. — Bjarni dó í Danmörku. —
Þá skal lítið eitt minnzt á dætur Óla Sandholts,
hinar svokölluðu Sandholtssystur, sem svo mikið orð
fór af um allt land fyrir fríðleik og annað atgervi. —
Elzt þeirra var Ása, sem giftist Hans A. Clausen
kaupmanni í Ólafsvík og var þá aðeins rúmra 15 ára
gömul. Frá henni verður ekki sagt nánar hér, en hún
er ættmóðir mikilla ætta og margra listamanna í
Danmörku, en hér á landi eru sonarbörn hennar,
Clausenssystkinin, sem margir kannast við. —
Næstelzt var Hólmfríður, sem giftist dönskum