Gríma - 01.09.1941, Page 45
UM SANDHOLTSFEÐGA
23
um Þingeyjarsýslu og í ferðasögu sinni1) getur hann
Ingibjargar, sem þá var sýslumannsfrú á Húsavík,
þannig, að hún sé „hinn einstakasti kvenskörungur,
fríð og yndisleg, gáfuð og góðmannleg, hvöt í svari
og hin orðheppnasta“, og svo bætir hann því við, að
það sé „stór ávinningur fyrir hvern einn að kynnast
svo góðri konu“. — Þessi er lýsingin á Ingibjörgu,
en mér er sagt, að þær systurnar hafi verið hver
annarri líkar, nema hvað Hólmfríður hafi verið blíð-
ust í lund og viðkvæmust; annars höfðu þær allar
verið nokkuð harðlyndar, en raungóðar og vinfastar.
Ingibjörg Schulesen átti eina dóttur með manni sín-
um, sem Fanney hét, en hún var á sínum tíma talin
fríðust kvenna á íslandi og eftir því sköruleg í allri
framkomu og prúð í háttsemi. — Hún dó fyrir
nokkrum árum gömul kona í Kaupmannahöfn og
giftist aldrei. Seinna hluta ævinnar, þegar Ingibjörg
var orðin ekkja, bjó hún mörg ár með Gísla Magn-
ússyni kennara við latínuskólann í Reykjavík, og
með honum átti hún einn son. Það var Árni Bein-
teinn, hinn fíngerði, gáfaði hljómlistarmaður. Hann
dó ungur úr tæringu, og var að allra dómi, sem til
þekktu, mikill missir að því listamannsefni.
0 Norðri VIII, 21.