Gríma - 01.09.1941, Page 56
34
ANDRÉS Á GESTRERIÐARSTÖÐUM
ur til mín með flösku fulla af víni og bað mig að
gefa piltunum sín þrjú staupin hverjum, þegar þeir
kæmu, því að von hafði hann um, að þeir næðu hús-
um. Svo háttuðu allir nema eg.
Klukkan tvö um nóttina kom aðkomubóndinn,
Kristján Brynjólfsson, sem með þeim hafði farið;
spáði hann illu og kvaðst ekki eiga það ratvísi sinni
að þakka, að hann náði bænum, heldur hinu, að hann
hefði gengið fram af grófarbakka, er var á bak við
bæinn, og svo getað náð bænum fyrir það. Leið svo
nóttin og fram á hádegi daginn eftir. Þá kom Sigur-
jón, þrekaður mjög, en ókalinn. Hafði hann látið
fenna yfir sig í svokallaðri Tindhólsgróf, en leið illa
fyrir það, að féð var alltaf að fleygjast ofan á hann.
— í þeirri gróf fennti alls 44 kindur, sauði og vetur-
gamlar. — Klukkan fjögur kom Kristján Magnússon,
kalinn til skemmda á höndum og fótum. Daginn áð-
ur höfðu þeir, Jens og hann, borið fótbrotið lamb og
skilið það eftir, að þeim virtist, langt inn frá, en það
fannst eftir hríðina á að gizka 200 faðma fyrir neð-
an túnið í Möðrudal. Kristján hafði svo lengi um
morguninn borið Jens, þangað til hann gafst upp,
og hlúði þá að honum með hríðarhempum og skinn-
um, er þeir höfðu fyrir reiðver, því að þeir fluttu
hesta í Bæjarlönd. En er hann hafði kvatt Jens og
skilið við hann, heyrði hann kall, svaraði því og gekk
á hljóðið. Fann hann þá Hárek nær dauða, og þekktu
þeir sig þá báðir, að þeir voru staddir í svonefndum
Möðrudal, suður frá Möðrudals-bænum. Kristján
bauð Háreki að láta eitt yfir báða ganga og reyna
að komast heim. „Nei“, svaraði Hárekur, „lífið er á
förum, og eg get ekki staðið nema upp við þig; en
taktu tóbaksdósirnar úr buxnavasanum, — einhver