Gríma - 01.09.1941, Side 59
4.
Ragnheiður
Þorkelsdóttir verður
úti.
[Handrit Tryggva Indriðasonar. 1907. — Sögn Sigríðar Jóns-
dóttur á Geirastöðum í Mývatnssveit].
Haustið 1867 fór Ragnheiður Þorkelsdóttir, vinnu-
kona í Hólsseli á Hólsfjöllum, inn á Akureyri, til
þess að heimsækja frændkonu sína, er þar átti
heima. Húsbóndi hennar, Kristján Jóhannsson, bað
hana, þegar hún lagði af stað, að leggja eigi ein á Hóls-
sand, þegar hún kæmi aftur; en á heimleið ætlaði
hún að fara um Húsavík og jafnvel út á Tjörnes.
Segir nú ekki af ferðum Ragnheiðar, fyrr en hún var
komin austur í Axarfjörð á heimleið. Hlýddi hún þó
eigi boðum Kristjáns, heldur lagði ein af stað yfir
Hólssand í ískyggilegum veðurhorfum. Stundu fyrir
nón mætti henni á sandinum maður nokkur, er
Björn hét og var frá Grímsstöðum á Fjöllum. Hafði
hún þá gengið fjórðung vegarins, en sandurinn er
talinn hér um bil þingmannaleið. Björn margbað
hana að hverfa aftur með sér, því að veður væri
slæmt og horfurnar því verri, en hún þvertók fyrir
það. Bauð hann henni þá að taka poka hennar, því
að hún hafði þungan bagga að bera; kvaðst hann
ábyrgjast að koma honum síðar til hennar með góð-
um skilum, en það væri ráðleysi af henni að tefja