Gríma - 01.09.1941, Síða 65
6.
Frá Eldjárni Hallsteinssyni.
[Handrit Hannesar Ó. M. Berglands. Sögn Jóns Jónssonar
blinda á Mýlaugsstöðum 1907].
Eldjárn hét maður og var Hallsteinsson. Hann
dvaldi lengst ævi sinnar í Kolbeinsdal og Hjaltadal,
en síðast bjó hann á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit.
Hann var þrekmenni og ekki við alþýðuskap. — Það
var í öndverðum desembermánuði 1847, að Eldjárn
var ölvaður á heimleið úr kaupstað og lagði í Kolku
illfæra. Reið hann ljósum hesti, er honum þótti mjög
vænt um. Fórst hesturinn í ánni, en Eldjárn kraflaði
sig úr henni og komst að túngarðinum í Neðra-Ási;
þar fannst hann andaður.
Erfingjar Eldjárns höfðu grun um, að hann mundi
hafa átt peninga, en vissu ekki, hvar þeirra mundi
vera að leita. Fóru þeir því til Benedikts prófasts
Vigfússonar á Hólum og báðu hann ráða. Samdist
svo um, að prófastur tæki að sér að heimta inn fé
það, er Eldjárn hafði átt hjá öðrum. Fékkst bráð-
iega vitneskja um, að fjárins væri helzt að leita á
Akureyri, og sendi prófastur þegar mann þangað
norður. Gekk honum erindið greiðlega, og segir ekki
af ferðum hans fyrr en hann var kominn aftur heim
undir Hóla; var þá nálega fullmyrkt að kvöldi. Þegar
hann var að fara heim túnið, mætti’ Eldjárn honum
a Lýsingi og virtist vilja verja honum bæinn. Vissi