Gríma - 01.09.1941, Qupperneq 68
7.
Frá Abæjarskottu.
I Þjóðs. Jóns Árnasonar, I. bls. 374—375, Huld II., bls. 7—
11 og Þjóðs. Ólafs Davíðssonar, Ak. 1939, II., bls. 228—235,
er sagt frá uppruna Skottu og framferði hennar. Var hún upp-
vakningur úr Bergsstaða-kirkjugarði í Svartárdal, frá fyrra
hluta 18. aldar, en hafði aðalbækistöð sína í Ábæ í Austurdal
I Skagafirði, og þótt hún hafi haft vistaskipti öðruhvoru, virð-
ist hún jafnan hafa haldið mestri tryggð við þann bæ. — Ábær
er fremsti bær í dalnum og stendur austan megin Jökulsár,
en þeim megin eru nú auk hans aðeins eftir tvö býli, Merkigil
og Gilsbakki. Á milli þeirra er gil mikið og hrikalegt, er
Merkigil heitir og skiptir landi á milli jarðanna. Norðan dals-
ins er tungan á milli Héraðsvatna og Norðurárdals kölluð
Kjáiki, og eru þar þessir bæir: Stekkjarflatir, Tyrfingsstaðir,
Kelduland^ Flatatunga og Tungukot. ]. R.
a. Dauði Páls á Keldulandi.
[Sögn Guðrúnar Guðnadóttur frá GilsbakkaJ.
Um og eftir miðja 19. öld bjó á Keldulandi Páll
Jónsson hreppstjóri. Var hann þjóðhagi á smíðar og
vel kynntur maður. — Hann varð 43 ára gamall.
Þann 2. jan. 1860 fór Páll kynnisför fram að Merki-
gili ásamt fleiri mönnum, og voru þeir talsvert
kenndir, þegar þeir í ljósaskiptunum komu að
Merkigilinu á heimleið. í Vegamel, sem er í gilinu
norðanverðu, hafði sett mikinn svellbunka, eins og
oftast gerir þar á vetrum, og voru hestar þeirra fé-
laga ragir á að stikla yfir hann. Var Páll á undan og