Gríma - 01.09.1941, Síða 71
FRA ÁBÆJARSKOTTU
49
Skotta mundi hafa vitjaS hans. Varð þeim félögum
lítt svefnsamt um nóttina og fóru af stað snemma
morguns frá Ábæ. Héldu þeir leiðar sinnar niður dal-
inn, og kveið Páll því, að eitthvert slys mundi henda
Gunnlaug, þegar þeir færu yfir Merkigil; bað hann
því Gunnlaug að fara þar sem varlegast. Þegar ofan
í gilið kom, var sem kippt væri fótum undan Gunn-
laugi, og fékk hann ónotalega byltu, en meiddist þó
ekki til muna. — Hafði Páll fyrir satt, að þar hefði
fylgja Gunnlaugs beðið eftir honum.
c. Skotta tekur hvolp í fóstur.
[Úr þjóðsögusafni Margeirs Jónssonar 1934].
Veturinn 1875—76 gekk hundafár mikið um Skaga-
fjörð, og urðu mörg heimili hundlaus. Þá bjó á Gils-
bakka í Austurdal Jón skáld Jónsson og Valgerður
Guðmundsdóttir. Son áttu þau, er Gestur heitir, og
var hann tíu ára gamall, þegar þetta var. Hunda-
fárið barst að Gilsbakka, svo sem á alla aðra bæi þar
í grennd, og drapst fjárhundurinn þar undir vorið.
Olli það miklum örðugleikum, því að smölun og
fjárgæzla er þar í erfiðara lagi, enda er þar beitt til
fjalls. Var því fenginn hvolpur eins fljótt og kostur
var á. Hann var svartur að lit, með hvíta bringu og
hvítar lappir upp á hné, og var því kallaður Lappi;
var hann bráðþroska og fjörmikill og gerðist fylgi-
spakur vinnumanninum.
Svo bar við snemma vors, að vinnumaðurinn
þurfti að skreppa einhverra erinda suður að Merki-
gili, sem er næsti bær við Gilsbakka, en sú bæjarleið
er löng og seinfarin, einkum í vorleysingum, því að
á henni eru vondar torfærur, sérstaklega Merkigilið
og lækur nokkur, sem er illfær í leysingum. Þótti
4