Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 74
52
FRA ÁBÆJARSKOTTli
þar sem hún stóð bísperrt við garðahöfuðið. Rak
hann hana þá út harðri hendi, en rétt í þeim svifum
bar þar að einhvern heimamanna frá Ábæ.
e. Skotta glettist við Jón í Bandagerði.
[Eftir handr. Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Úr safni
Odds Björnssonar].
Maður er nefndur Jón Jónsson og bjó lengi í
Bandagerði í Glæsibæjarhreppi. Stendur bærinn
skammt utan við Akureyri, rétt norðan við Glerá,
sem fellur þar á kafla í þröngu gljúfri. — Einn
góðan veðurdag að sumri til gekk Jón einhverra er-
inda ofan á Akureyri, fékk þar eitthvað í staupinu
og var ofurlítið kenndur, þegar hann kom út fyrir
Glerá á heimleiðinni. Heitt var í veðri, og sótti svefn-
víma að Jóni, svo að hann lagðist út af í laut og lét
sér renna í brjóst. Ekki vissi hann, hve lengi hann
hafði sofið, þegar hann vaknaði við það, að hann
var hristur ómjúklega. Reis hann þá á fætur og í
vímunni, sem á honum var, sá hann stúlku standa
hjá sér. Tók hún hann þegar við hönd sér og leiddi
hann af stað. Fóru þá skilningarvit Jóns smám sam-
an að skýrast, svo að hann fór að virða stúlku þessa
fyrir sér; kannaðist hann ekkert við hana, en tók þá
í sama bili eftir því, að hún var komin með hann al-
veg fram á gilbarminn að Glerá, og að þverhnípt-
ur kletturinn var rétt fyrir fótum þeirra. Varð Jóni
bilt við og sneri sér snöggt að stúlkunni til þess að
spyrja hana, hvert hún væri að leiða hann, en í sama
bili hvarf hún sjónum hans með öllu. Gekk Jón þá
heim til sín. — Þá bjó í Ábæ bóndi sá, er Guðmund-
ur hét og var kunnugur Jóni; var hann vanur að