Gríma - 01.09.1941, Síða 77
8.
Frá Hjörleifshöfða.
[Eftir munnlegri frásögn ungfrú Svövu Sigrúnar ólafsdóttur,
Vik í Mýrdal 1938. Handrit Friðriks Ásm. Brekkans].
í Hjörleifshöfða eru nokkrir smáir hellar, sem
lengi voru notaðir fyrir fjárból. Bóndinn, Markús
Loftsson, sem þar bjó um og eftir síðustu aldamót,
varaði mjög við, að nokkuð væri raskað við hellum
þessum, enda var það ekki gert um hans daga.
Eftir dauða hans kom annar bóndi að Hjörleifs-
höfða og kvæntist ekkjunni. Hann hét Hallgrímur.
Hann var duglegur bóndi og stórhuga, vildi bæta um
og breyta til og hafði enga trú á neinum hindurvitn-
um. Meðal annars, sem hann gerði, eftir að hann fór
að búa á jörðinni, var að rífa sundur fjárbólin og
stækka þau. Eftir það fór að bera á ýmsu, sem hefir
verið kennt röskun hans á þeim, og varð bónda
margt mótdrægt upp frá því. M. a. veiktist kona
hans, lá mjög lengi í taugaveiki, og er talið, að hún
hafi aldrei náð sér til fulls aftur. Þegar hér var
komið, fluttust þau hjón burt frá Hjörleifshöfða og
að Suður-Hvammi í Mýrdal. Hafði kona Hallgríms
þá náð nokkurri heilsu, en ekki svo, að hún treysti
sér til að sitja á hesti. Var hún því flutt í vagni.
Þegar þau fluttu, fóru þau um í Vík og komu við á
bænum Suður-Vík.
Var konunni hjálpað úr vagninum, og fór allt