Gríma - 01.09.1941, Page 78

Gríma - 01.09.1941, Page 78
56 FRÁ HJÖRLEIFSHÖFÐA fólkið inn í bæ, nema tvær unglingsstúlkur, sem eitthvað stöldruðu við fyrir utan bæinn og voru að virða vagninn fyrir sér. Allt í einu sjá þær tvö svo- lítil dýr, svört og loðin, stökkva upp úr vagninum og hlaupa burtu. Horfðu þær á eftir þeim niður brekku þar við bæinn, sem kölluð var Eldhúsbrekka. Þar hurfu þau. Ekki gátu stúlkurnar gert sér grein fyr- ir, hvers konar dýr þetta væru, nema það þóttust þær sjá, að hvorki gæti verið um hvolpa eða ketti að ræða, enda vissi enginn von slíkra dýra þar. Árið 1919 fluttist að Hjörleifshöfða bóndi sá, er Guðmundur hét, frá Skaptárdal á Síðu. Flest árin, sem hann bjó þar, mun ekki hafa orðið vart við neitt nýstárlegt. Síðasta búskaparár hans þar, var eg þar til heimilis ásamt móður minni. Eg var þá telpa innan við fermingu. Þar var líka piltur úr Reykja- vík á líkum aldri og eg. Á miðjum slætti var það einu sinni, að eg var send út í fjós að sækja eitthvað. Þegar eg kom í dyrnar, sá eg svolítið svart kvikindi á stærð við hálfvaxinn hvolp, sem var að skreiðast upp í jötu í fjósinu. Dýr þetta sýndist mér þó líkast tófu; það var mjög lág- fætt og með langt og loðið skott. En af því að eg átti ekki von á neinu slíku kvik- indi þarna, varð eg hrædd og hljóp inn í bæinn til móður minnar. Eg bað hana að koma fljótt, því að það væri svartur og ljótur hvolpur úti í fjósi. Kom hún þá með mér til þess að athuga þetta, en þá var kvikindið horfið, og varð ekki vart við það meira í það skipti. Nokkrum dögum seinna bar svo við, að allt fólk var inni' í búri, nema drengurinn úr Reykjavík. Hann fór inn í skúr, sem var austur af eldhúsinu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.