Gríma - 01.09.1941, Page 80
9.
Fyrirburðir harðinda.
[Handrit Hannesar ó. M. Berglands. — Sögn Jóns Jónssonar
blinda frá Mýlaugsstöðum].
Veturinn 1858—59 var mjög harður, og vorið hið
versta; var þá fellir um allt Norðurland. í Önguls-
staðahreppi, þar sem eg þá átti heima, voru skornir
200 sauðir, 20 nautgripir og álíka mörg hross. Mest
kvað að niðurskurðinum á laugardaginn fyrir páska;
voru þá sumarpáskar með norðan-stórhríð og
grimmdarfrosti. Um haustið áður og veturinn fram
að jólum urðu ýmsir óvenjulegir fyrirburðir, sem
menn réðu fyrir harðindunum, sem á eftir komu.
Skal hér sagt frá þeim helztu.
1. Nokkru eftir veturnætur varð svo mikið sjávar-
flóð í Eyjafirði, að elztu menn mundu ekki ann-
að eins; flæddi sjórinn inn að Þverá, sem fellur
úr Garðsárdal, og það svo, að Ketill bóndi á Litla-
Eyrarlandi varð að bjarga þrem hestum, sem
hann hafði frammi í hólmum. Reið hann út til
hestanna og náði þeim; tók þá sjórinn í taglhvarf
ofan á ísnum, þar sem hann fór yfir Eyjafjarðará.
Á Akureyri gekk flóðið mjög hátt og gerði ýms-
an skaða á matbjörg manna. Var sagt, að það
hefði gengið fullum fjórum föðmum ofar en
venjulegt var,