Gríma - 01.09.1941, Side 82
10.
Huldufólkssögur.
a. Huldukona í Bessastaðanesi.
[Handrit Friðriks Ásm. Brekkans, frásögn frú Jensínu Egils-
dóttur, Hafnarfirði, 1939].
Sumarið 1924 var fólk úr Hafnarfirði við heyskap
í Bessastaðanesi, sem liggur í Skerjafirði við svokall-
aðan Arnarnesvog. Lá fólkið við í tjöldum. Meðal
þess var frú Jensína Egilsdóttir, þá unglingsstúlka,
og móðursystir hennar, frú Guðrún Einarsdóttir (d.
1938); ennfremur gömul kona, er Ingunn hét.
Eitt kvöld settu þær upp stag í tjaldinu milli
súlna til þess að hengja á föt. Meðal annarra fata,
er Ingunn hengdi á stagið, var skýluklútur hennar.
Um nóttina eftir dreymir hana, að kona kemur til
hennar, heilsar henni með nafni og biður hana að
gera sér dálítinn greiða. Ingunn innir eftir, hvað það
sé, og svarar þá konan, að sig langi til að biðja hana
að lána sér skýluklútinn, sem hangi þarna á staginu.
Ingunn þykist svara því vel, en spyr konuna að
nafni og hvaðan hún sé. Konan kveður nafn sitt ekkl
skipta máli, en það geti hún sagt henni, að ekki sé
langt milli bústaða þeirra nú, — „því að ég bý í
steini hérna úti í nesinu“, segir hún. Lýsir hún síð-
an steininum, og þekkir Ingunn, að það er steinn,