Gríma - 01.09.1941, Síða 92
70
HULDUFÓLKSSÖGUR
korn frá þeim á lækjarbakka þannig, að fætur henn-
ar voru niðri í læknum. Vaknaði hún brátt til með-
vitundar og máls og sagði, að þegar hún hefði ætlað
að fara að beizla hrossin, hefði kona nokkur ráðizt
á sig, slengt sér flatri, tekið í fætur sér og dregið sig
að læknum, þar sem að henni var komið. Þóttist hún
fullviss um, að kona þessi hefði engin önnur verið en
vonda huldukonan úr Neðra-Kampi, hefði ætlað að
kæfa sig í læknum og það hefði orðið sér til lífs, að
fólkið kom að í þeim svifum. Síðan fór grasafólkið
heim. — Nóttina eftir dreymdi Elínu, að betri huldu-
konan kæmi til hennar alvarleg á svip og segði,
að nú mætti hún með engu móti1 draga það lengur
að vera til altaris og flytja til sín, því að annars
mundi hún trautt geta varið hana ásókn grannkonu
sinnar. Lagði hún fast að Elínu að vera til altaris,
næst þegar messað yrði. Var Elínu þetta sárnauðugt;
sagði hún foreldrum sínum frá draumum sínum og
vilja sjálfrar sín í þessu efni, og var þá til ráðs tekið,
að hún færi frá Kamphóli að Jörfa, sem er utarlega
í Víðidal. Var hún þar í eitt ár. Bar í fyrstu ekkert á
ásóknum við hana, en er frá leið, fór hún að verða
undarleg, og því meir sem lengra leið. Frá Jörfa fór
hún að Melrakkadal og var þar í eitt eða tvö ár. Þar
var hún meðal annars látin reka kýr í haga, og
ágerðist þá fásinna hennar mjög á köflum; oft var
líkast því sem villt væri fyrir henni, og ráfaði hún
tíðum til fjalls og fór einförum. Bar svo við eitt sinn
snemma dags, að vonda huldukonan réðist á hana
úti í haga; var hennar fljótlega saknað og fannst
hún áður en mikið mein yrði að, en upp frá því varð
hún fálátari og undarlegri. Var hún þá tekin frá
Melrakkadal og komið fyrir á Stóra-Búrfelli á Ásum