Gríma - 01.09.1941, Page 98
76
HAFMANNASÖGUR
an fór hann að róta til í þarabingnum, og sá bóndi
hann taka þaðan beinagrind af manni. Eigi virtist
hann í fyrstu taka eftir bónda, en svo fór hann að
þefa í kringum sig, varð bónda var og gerðist stór-
stígur upp fjöruna. Bjóst nú bóndi um við húsdyrn-
ar, því að hann sá þess engan kost að komast undan
á flótta, þar eð langt var til bæjar, en sæbúinn stór-
stígur. Þegar hann kom upp á bakkann, óð hann hik-
laust að bónda, en hann rak fleininn á kaf í brlngu
sæbúanum, svo að blóðið fossaði niður. Gekk hann
á lagið, en bóndi kippti ekki fleininum úr sárinu.
Virtist svo, sem sæbúinn vildi sæta lagi og sletta
blóði á bónda, en hann varðist því eftir getu. Fór
svo að lokum, að sæbúann mæddi blóðrás; linuðust
átök hans, og að síðustu reif hann sig lausan og leit-
aði til sjávar. Var bóndi þá orðinn aðfram kominn
af þreytu. — Síðan hefur sæbúans aldrei orðið vart
á þeim slóðum.