Gríma - 01.09.1941, Blaðsíða 100
78
DRAUMVÍSUR
eins og margar smábjöllur eða koparhringar slægj-
ust saman, og varð af þessu öllu hinn mesti dynur.
Þær hlupu nú út til þess að sjá, hverju þetta sætti,
og heyrðu þær allt sem fyrr, en sáu ekkert. Nesið
er allt slétt, svo að enga mishæð gat borið á milli,
er tæki fyrir útsýni. Hófadynurinn og skarkalinn
smáfjarlægðist aftur og hvarf eftir litla stund með
öllu.
Þegar hitt fólkið kom heim, sögðu þær frá því,
sem þær höfðu heyrt, en í það sinn hafði enginn ann-
ar orðið nokkurs var.
Upp frá þessu heyrðist þetta sama mjög oft, venju-
lega á kvöldin, en þó nokkrum sinnum um hádag,
og allir, sem þarna voru, heyrðu það. Var það jafn-
an á sama hátt, eins og hleypt væri fjölda af hest-
um heim að tjöldunum, og heyrðist þá hringla í
beizlum og bjöllum, og svo fjarlægðist það aftur,
eins og hleypt væri áfram með sama hraða, þangað
til dynurinn dó út og hvarf með öllu. Enginn, sem
þetta heyrði, hefur getað gefið neina skýringu á, af
hverju það hafi getað stafað, eða fundið neina eðli-
lega ástæðu fyrir því.
13.
Draumvísur.
a. Feigðarboð.
[Sögn séra Péturs Guðmundssonar í Grímsey].
Gísla nokkurn Gottskálksson, er bjó í Kotdal,
dreymdi einhverju sinni, að maður kæmi til hans
og mælti fram þenna vísuhelming: