Gríma - 01.09.1941, Page 101
DRAUMVÍSUR
79
Lífið er blítt og lífið er strítt,
lífið er títt á förum.
Þegar þetta var, átti Gísli skammt eftir ólifað. —
Jónas prestur Guðmundsson á Staðarhrauni (f 1897)
botnaði vísuna þannig:
Leið er grýtt, en leiði frítt,
þá loks er ýtt úr vörum.
b. Draumvísa fyrir mannsláti.
[Handrit Odds Björnssonar. Sögn Rannveigar Sigurðardóttur
á Akureyri 1906].
Vorið 1846 dreymdi konu nokkra í Blöndudal,
Elínu Arnljótsdóttur á Guðlaugsstöðum, að hún
heyrði vísu þessa kveðna:
Dugur er víða dofnaður,
dregst að kvíði núna;
senn frá lýði er sofnaður
sýsluprýðin Húna.
Skömmu síðar dó úr mislingum Björn A. Blöndal
sýslumaður í Hvammi í Vatnsdal.
c. Draumvísa Þorsteins í Hvassafelli.
[Handr. Ingibjargar R. Jóhannesdóttur. Sögn móður hennar,
Rannveigar, dóttur Þorsteins].
Þorstein Hallgrímsson bónda í Hvassafelli dreymdi
árið 1845, að hann væri staddur á Bakka í Öxnadal
við jarðarför bróður síns, Jónasar skálds Hallgríms-
sonar. Þegar verið var að moka ofan 1 gröfina, sá
hann mann í flakandi kápu koma ríðandi jörpum
hesti; fór hann svo geyst sem fugl flygi. Um leið og