Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Þjóðarréttur Íslendinga: Lambakjötið ber höfuð og herðar yfir aðra fæðu í huga landsmanna − Kjötsúpan langvinsælasti einstaki rétturinn en útlenskættuð pitsa lenti í ellefta sæti, næst á eftir skyri Kokkalandslið Íslands fékk Gallup til að kanna það meðal þjóðarinnar hvað fólk teldi vera þjóðarrétt Íslendinga. Skemmst er frá að segja að 73,9% töldu að lambakjöt og blandaðir réttir úr lambakjöti væri þjóðarréttur Íslendinga. Þessi niðurstaða fékkst með net- könnun sem framkvæmd var 22. mars til 1. apríl 2016. Var könnun- in gerð með handahófskenndu úrtaki 18 ára og eldri á landinu öllu. Úrtakið var 1.418 manns. Alls svöruðu 833, eða 58,7%. Lambakjötið og kjötsúpan standa upp úr Sem fyrr segir skoraði lambakjöt- ið og blandaðir réttir úr lambakjöti langhæst með 73,9% samanlagt. Af þessum lambakjötsréttum skoraði kjötsúpan hæst sem hinn eini sanni þjóðarréttur með 21,4%. Þá kom hangikjöt með 14,7%, lambalæri með 13,8% og óskilgreint lamba- kjöt 12,5%. Ýmsir réttir af margvíslegum toga voru samtals með 17,7% en sumir þeirra innihalda reyndar lambakjöt í einhverjum mæli. Fiskur og fiskréttir með 8,4% Fiskur og fiskréttir voru með samtals 8,4% sem þjóðarréttur Íslendinga. Það þykir eflaust mörgum ekki hátt skor þar sem fiskur hefur verið meginuppistaðan í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar um aldir. Það var þó ekki fyrr en bænda- samfélagið fór að riðlast og þorp að myndast í kringum sjávarútveginn sem fiskur varð ein helsta hvers- dagsfæða fjölskyldna í landinu. Um margra áratuga skeið var þá þver- skorin soðin ýsa trúlega oftast í pott- um landsmanna, en lítið um þorsk, enda var hann verðmætasta útflutn- ingsvaran. Margar aðrar fisktegundir sem nú þykja lúxusvara voru ekki einu sinni talinn mannamatur. Það hversu fiskur og þá aðallega ýsa var algeng á hversdagsborðinu hefur væntanlega ráðist af því hversu ódýr hún var í samanburði við aðra fæðu. Þótt fólk væri flutt úr sveitunum á mölina gerði það sér samt áfram dagamun með neyslu á lambakjöti. Það fékk þar með ákveðinn sess og gæðastimpil í samanburði við ýsuna. Hænur voru vart talin mannamatur Mörgum þótti lengi vel að hænur væru ekki til annars nýtar en að framleiða egg. Hænsna- eða kjúklingakjöt var því gjarnan sett í sama flokk og óætar fisktegundir, eins og skötuselur og jafnvel síld sem oft var gefin sauðfé. Nú þegar kjúklingakjöt er trúlega orðið mun algengara á hversdagsborðum landsmanna en bæði lambakjöt og fiskur er því athyglisvert að það sé vart greinanlegt í könnun- inni. Kannski hafa þessir ágætu fugl- ar ekki enn náð að ávinna sér þann virðingarsess í huga landsmanna að þeir skili sér inn í slíka könnun. Pitsa af erlendum uppruna á lista yfir þjóðarrétt Íslendinga Það vekur vissulega undrun að hin ítalskættaða pitsa skuli vera í ellefta sæti í könnun Gallup yfir hvað fólk telji vera þjóðarrétt Íslendinga. Samt er þetta fyrirbæri sem er tiltölulega nýkomið inn á matseðil landans og langt frá því að geta talist íslenskur réttur að uppruna. Kemur pitsan þar næst á eftir rammíslenska skyrinu og er eins og skrattinn úr sauðarleggn- um í þessu samhengi. Þar á eftir kemur SS-pylsa sem er örugglega einn vinsælasti skyndibitaréttur Íslendinga. Þótt pylsan eigi sér evrópskan uppruna, þá er örugglega í henni mun meira íslenskt hráefni en hægt er að finna í flestum pitsum. Allavega er um 65% af kjöti í íslensku SS-pylsunum og 25% íslenskt vatn. Ekki skal þó útilokað að til séu pitsur úr íslensku hveiti eða byggi þótt aðallega séu þær búnar til úr innfluttu hveiti. Áleggið getur líka vissulega verið íslenskt að stórum hluta, bæði græn- meti og unnar kjötvörur. Það er þó ánægjulegt að sjá að Íslendingar kunni enn að meta svið þar sem þau lentu í fimmta sæti á listanum. /HKr. Fréttir Bændum sem hafa orðið fyrir kalskemmdum á túnum sínum er bent á að hafa samband við viðkomandi trúnaðarmenn Bjargráðasjóðs, sem eru starfsfólk Búnaðarsambanda á viðkomandi svæði, sem taka út kalskemmdir, og aðstoða við umsóknir til Bjargráðasjóðs. Skilyrði fyrir umsókn er að ráðu- nautur/trúnaðaðarmaður hafi tekið út kal á túnum. Í 8. gr. laga um Bjargráðasjóð segir í c. lið: Hlutverk almennrar deildar sjóðsins er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara: c) vegna uppskerubrests af völd- um óvenjulegra kulda, þurrka, óþurrka og kals. Bætur eru reiknaðar eftir 4 liðum. a) Kalhlutfalli á túnum. b) Uppskerutapi miðað við fyrri ár. c) Fóðurvöntun. d) Flutningur á heyi af leigutúnum eða vegna heykaupa. Umsóknum skal skila inn þegar uppskeru er lokið og forðagæslu- skýrslum hefur verið skilað til Mast,en þær upplýsingar sem þar eru liggja til forsenda fyrir bótum. Trúnaðarmenn/ráðunautar þurfa að staðfesta umsóknina. Umsóknir skulu berast til Bjargráðasjóðs Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 310 Borgarnes á eyðublöðum sem nálgast má á www. bondi.is. Bjargráðasjóður: Tjón vegna kals vorið 2016 Lambakjöt og blandaðir lambakjötsréttir 73,9% Annað 17,7% Fiskur og blandaðir fiskréttir 8,4% ÞJÓÐARRÉTTUR ÍSLENDINGA 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% Kjötsúpa Hangikjöt Lambalæri Lambakjöt Svið Pylsa Slátur Soðin ýsa/fiskur Fiskur Skyr Pizza SS pylsa Þorramatur Plokkfiskur Saltkjöt og baunir Þorskur Steiktur fiskur Annað 21,4% 14,7% 13,8% 12,5% 5,8% 5,5% 5,1% 3,3% 2,7% 2,4% 2,1% 2,1% 1,5% 1,4% 0,7% 0,6% 0,4% 4,1% Spurning Gallup: Hallur Hróarsson og Berglind Kristinsdóttir keyptu nýlega jörðina Gerðarkot í Ölfusinu og hafa verið að koma sér fyrir í rólegheitunum ásamt börnum sínum og bústofni. Samhliða bústörfunum eru þau að gera upp húsakostinn á jörðinni og starfa sem grunnskólakennarar í Hveragerði. Þau eiga fimm börn og til stendur að nokkrir grísir bætist í hópinn á næstunni. Síðastliðið sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörðinni og ólu þau með það að leiðarljósi að geta fært fólki svínakjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi. Önnur dýr á bænum eru hundur og köttur, 21 hæna, 4 hanar, 6 endur og 11 ungar, auk þess er á bænum einn gæsasteggur sem elskar að horfa á sjónvarpið. Berglind og Hallur segjast hafa mikinn áhuga á umhverfisvernd og náttúrunni og vilja helst rækta allt með lífrænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða einhver bið á því að það náist fullkomlega. Í vor hófu Gerðarkotsbændurnir hópsöfnunar- átak þar sem þau freista þess að selja kjötið fyrirfram í samstarfi við Karolina Fund. Átakið hefur geng- ið vel og vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það nánar á síð- unni https://www.karolinafund.com/ project/view/1400. /VH Landsmót á næsta leiti Landsmót hestamanna verður haldið á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí. Bændablaðinu er að þessu sinni dreift til allra félaga í Landssambandi hestamanna en í miðju blaðsins er átta síðna umfjöllun um mótið. Í aukablað- inu eru viðtöl við mótshaldara, heimafólk í Skagafirði og aðra sem að mótinu koma, fréttir og fróðleikur. Undirbúningur mótsins hefur staðið lengi yfir og fjöldi fólks lagt hönd á plóg til þess að gera Landsmót hestamanna sem best úr garði. Á næstu dögum skýrist hvernig hestakosturinn lítur út sem keppir á Hólum. Mótshaldarar lofa sannkallaðri veislu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Miðasala hefur gengið með afbrigðum vel en síðustu forvöð eru að fá miða keypta í forsölu en henni lýkur 15. júní. Allar upplýsingar um miðakaup og fleira sem að móts- haldi lýtur má nálgast á vefsíðunni landsmot.is /TB Sjá nánar bls. 33-40 Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal 27.06-03.07 2016 Ungt fólk í búskap: Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.