Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 60

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Lesendabás Í 9. tölublaði Bændablaðsins sem út kom fimmtudaginn 12. maí sl. var fjallað um þingsályktunar- tillögu sem ég er fyrsti flutnings- maður að ásamt 12 öðrum þing- mönnum. Ég fagna áhuga blaðsins á þessari tillögu en verð að gera athugasemdir við fyrirsögn blaðsins og umfjöllun þess um hinn gamla samanburð jarð- gangakosta á Tröllaskaga. Vinna við það verkefni hófst með skipun starfs- hóps árið 1994 og lauk með skýrslu um valkosti í nóvember 1999. Tvær meginleiðir við gerð jarð- ganga voru skoðaðar og þær bornar saman við nýjan veg um Lágheiði, þ.e. Fljótaleið og Héðinsfjarðarleið. Í skýrslunni segir m.a. um þessar leiðir: Fljótaleið, frá Siglufirði inn Hólsdal, um jarðgöng til Nautadals í Fljótum, inn Holtsdal og um jarð- göng til Ólafsfjarðar, yrði um 33 km. Miðað við jarðgangamunna í 100 m hæð yfir sjó, væru göngin 4,7 og 8,5 km löng, eða samtals 13,2 km. Héðinsfjarðarleið, frá Siglufirði inn Skútudal, um 4 km jarð- göng til Héðinsfjarðar innan við Héðinsfjarðarvatn, og síðan um 6,2 km löng jarðgöng til Ólafsfjarðar (eða 10.2 km)og 15 km milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Í þessum samanburði í skýrslunni munar 3 km í jarðgöngum, þ.e. hvað Fljótaleiðin hefði orðið lengri, og því er munurinn m.v. ný Siglufjarðargöng frá Hólsdal yfir í Fljót einungis 1,7 km í heildarlengd. Rétt er að geta þess að Héðinsfjarðargöng eru 10,5 km í bergi og lengdust því um 300 m við fullnaðarhönnun þar sem m.a. var tekið tillit til snjóalaga og snjóflóða, jarðfræði, aðkomu vega og margt fleira sem upp kemur við fullnað- arhönnun og endanlega legu. Niðurstaða samráðshópsins Niðurstaða samráðshópsins var að göng um Héðinsfjörð væri besti kosturinn. „Meginröksemd fyrir tillögunni var sú að með þessari leið tengist Siglufjörður byggðum við Eyjafjörð á þann hátt að Eyjafjarðarsvæðið í heild verður öflugra mótvægi við höfuðborgarsvæðið og byggð á miðju Norðurlandi styrkist verulega. Ávinningur með hringtengingu með ströndinni um Tröllaskaga er einnig talinn verulegur fyrir sveitarfélög í Skagafirði, Siglufirði og Eyjafirði, einkum í ferðaþjónustu.“ Vorið 2000 samþykkti Alþingi tillögu um gerð jarðganga á norðan- verðum Tröllaskaga sem myndu tengja Siglufjörð og norðaustanverð- an Skagafjörð betur við Ólafsfjörð og Eyjafjarðarsvæðið. Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum Niðurstaða mats á umhverfisáhrifum var þessi m.a.: „...að Héðinsfjarðarleið og Fljótaleið myndu ekki valda umtalsverðum neikvæðum áhrifum á umhverfið. Þessar framkvæmdir myndu hins vegar leiða til umtals- verðra jákvæðra áhrifa á byggð og þá sérstaklega á norðanverð- um Tröllaskaga. Þegar þessar tvær leiðir voru bornar saman með tilliti til arðsemi og umhverfisáhrifa, á náttúru og samfélag, benti flest til þess að Héðinsfjarðarleið væri betri kostur. Út frá vegtæknilegu sjónar- miði og arðsemi lagði Vegagerðin til Héðinsfjarðarleið sem meginkost. Niðurstaða matsins var einnig sú að Héðinsfjarðarleið hafi jákvæðari áhrif á byggð og samfélag án þess að valda verulegum neikvæðum áhrif- um á náttúru svæðisins.“ Tvennt stóð upp úr: 1. Veruleg jákvæð áhrif sem bættar samgöngur með Héðins- fjarðarleið kunna að hafa á samfé- lagið á norðanverðum Tröllaskaga, þá fyrst og fremst Siglufjörð og Ólafsfjörð. Leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er nú 15 km, en hefði orðið 31 km með Fljótaleið, og á milli Siglufjarðar og Akureyrar eru nú 76 km en hefðu orðið 92 km með Fljótaleið. Stytting milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með tilkomu Héðinsfjarðarleiðar eru 219 km á veturna og 47 km á sumrin. Lokaorð: Öll umfjöllun í blaðinu um að tillaga okkar og rökstuðningur sé byggður á svipuðum rökum og ekki þóttu boð- leg í deilum um Héðinsfjarðargöng fær ekki staðist. Fljótaleiðin, þ.e. leggurinn úr Fljótum til Ólafsfjarðar, hafði mjög marga annmarka eins og rakið var í ótal greinum og skýrsl- um á sínum tíma. Hún hafði hins vegar einn mikinn kost, þ.e. göng frá Siglufirði yfir í Nautadal í Fljótum, leið sem hefði betur verið valin á sínum tíma í stað leiðarinnar um Almenninga og Strákaganga. Tillaga mín og 12 annarra þing- manna fjallar einmitt um þann legg með þeim rökum sem sett eru fram í greinargerð tillögunnar. Meðfylgjandi er kort af svæðinu þar sem þessir jarðgangakostir eru settir inn, m.a. Fljótaleggurinn sem var annar leggur Fljótaleiðarinnar og er mikilvægt að hafa það í huga í þessum samanburði. Samkvæmt því sem hér er ritað var það mat Vegagerðarinnar og niðurstaða umhverfismats að Héðinsfjarðarleiðin væri mun betri kostur. Ég held að enginn deili um það lengur. Árin, umferðin og mikil jákvæð byggðaleg áhrif hafa sann- að það. Þeim hefur fjölgað mjög sem hefðu viljað þessa Lilju kveðið hafa. Kristján L. Möller alþingismaður og fyrsti flutningsmaður umræddrar tillögu. Jarðgöng á Tröllaskaga − Leiðrétting við jarðgangagrein Kristján L. Möller. Jarðgangakostir með tengingum við Fljót og Siglufjörð sem í umræðunni hafa verið. Á forsíðu Bændablaðsins 26. maí er slegið upp fyrirsögninni „Sauðfé hefur fækkað um 40% með tilheyrandi stórminnkun beitarálags“. Þar er fjallað um þá fækkun sem orðið hefur á vetrarfóðruðum kindum á milli áranna 1982 og 2015. Þá segir í greininni að samkvæmt gögnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands hafi mælst aukinn lífmassi á tímabilinu 1982–2010 sem þýði að land hafi verið að gróa í kjöl- far fækkunar sauðfjár og hlýnandi veðurfars. Það er vissulega rétt en er þó aðeins hálfur sannleikurinn og gefur því í raun mjög villandi mynd. Fækkun sauðfjár? Á áttunda áratug síðustu aldar og framyfir 1980 fjölgaði sauðfé gíf- urlega á Íslandi með tilheyrandi ofbeit og gróðureyðingu. Þá var hér miklu fleira fé en hafði nokkurn tímann verið frá landnámi. Þótt fé hafi vissulega fækkað frá þessum árum er hér enn margt fé og hefur sjaldan í Íslandssögunni verið fleira. Það að nota árið 1982 sem einhvern upphafspunkt skekkir því mjög myndina ef við viljum skoða beitarálagið nú í sögulegu samhengi. Fjöldi sauðfjár á Íslandi hefur svo haldist nokkuð óbreyttur síðustu 25 ár, þótt innanlands- neysla á lambakjöti hafi dregist verulega saman á sama tímabili. Er landið að gróa upp? Í forsíðugrein Bændablaðsins segir að þróttur gróðurs hafi aukist með minnkandi beitarálagi frá því árið 1982. Það er vissulega rétt því það hvort land grær upp og hversu hratt það gerist hangir mjög saman við beitarálag. Samkvæmt gögnum Náttúru- fræði stofnunar (Reynolds og félagar) þá var gróður mjög í framför fyrst eftir að fé fækkaði upp úr 1980 og var í stöðugri framför fram undir aldamót eða þar til fjöldi sauðfjár var orðinn nokkuð föst stærð. Hins vegar er það svo samkvæmt sömu gögnum að lífmassi minnkaði milli áranna 2002 og 2013. Þau ár eru þó ein- hver þau hlýjustu í sögunni. Til að meta ástandið í dag er eðlilegra að skoða þessi síðustu ár og nýjustu tölur í stað þess að nota 1982 sem viðmið. Ef nánar er rýnt í þessi gögn sést að gróðri hefur helst farið fram þar sem land er friðað fyrir beit eða dregið hefur veru- lega úr beitarálagi. Að sama skapi hefur gróðri ekki síst hnignað þar sem beitarálag er mikið. Margt hefur færst til betri vegar í beitarmálum á síðustu áratugum og þá ekki síst eftir að sauðfé fækkaði eftir 1980. Þrátt fyrir þá fækkun er fé enn margt á Íslandi í sögulegu samhengi. Hin seinni ár hefur gróðri víða hnignað þar sem beitarálag er mikið. Við eigum því enn langt í land með að geta sagt að sauðfjárrækt á Íslandi sé alls staðar stunduð með sjálfbærum hætti. Jón Kr. Arnarson Áhugamaður um landgræðslu og landnýtingu. Að segja hálfan sannleika Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 23. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.