Bændablaðið - 09.06.2016, Page 14

Bændablaðið - 09.06.2016, Page 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Dýragarðurinn Slakki í Laugar- ási í Biskupstungum var opnaður fyrir gesti í maí og verður bæði úti- og innisvæðið opið fram í september. Þar hafa börn Helga Sveinbjörnssonar, sem stofnaði Slakka, nú tekið við rekstrinum. Helgi segir að það sé vissulega léttir að börnin hafi nú tekið við keflinu. Þetta hafi oft verið erfitt en börnin séu full af áhuga og krafti og með margvíslegar hugmyndir um að efla starfsemina, ekki síst yfir vetrartímann. Mikið er um að fjölskyldufólk heimsæki Slakka á sumrin, enda öll umgjörðin mjög skemmtileg. Þar er margt forvitnilegt að skoða og líka hefur verið hægt að fara þar í mínígolf og pútt. Þá er einnig hægt að fara í pool (billiard) og hafa það huggulegt við barinn. Elsta dóttirin, Gunnur Ösp Jónsdóttir, og hennar maður, Matthías Líndal Jónsson, seldu íbúð sína á höfuðborgarsvæðinu og fluttust austur til að taka við rekstrinum. Síðan taka hálfsystkini Gunnar Aspar, þau Rannveig Góa Helgadóttir og Egill Óli Helgason líka þátt í rekstrinum auk þess sem pabbinn er þeim að sjálfsögðu innan handar. Þess má geta að opið er alla daga frá klukkan 11 til 18. /HKr. Fréttir Dýrin í Slakka komin í sumarskapið − Börn stofnandans hafa tekið við rekstrinum Upplýsingar: 893-8424 / set@velafl .is og á 694-3700 / gk@velafl .is www.velafl.is Nýir FRD fleygar á lager 200kg – 3,600kg Egilsholti 1 310 Borgarnesi Verslun opin 8-18 virka daga 10-16 laugardaga, sími: 430-5500 www.kb.is -Annar 20 lömbum -Mjólkin alltaf passlega heit - Tekur allt að 12L af mjólk -Einföld og áreiðanleg, aðeins að stinga í samband og hún er klár -Ungviðið hefur frjálsan aðgang að mjólk -49.900 með vsk Elín Helga Jónsdóttir með hænuna Hrefnu á höfðinu. Þessi hæna er búin að vera í Slakka í fjölda ára. Í fyrstu var hún lögð í einelti af öðrum hænum og hélt sig því til hlés. Tók þá starfsfólkið Hrefnu undir sinn verndarvæng og nú tekur hún þátt í öllum athöfnum mannfólksins og er í miklu uppáhaldi. Myndi / Helgi Sveinbjörnsson Rannveig Góa Helgadóttir með kalkún. Textílsetur Íslands og sam- starfsaðilar munu standa fyrir hátíðinni ,,Prjónagleði“ nú um komandi helgi, dagana 10.–12. júní, og fer hún fram í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Prjónagleði hefur það að mark- miði að sameina reynda kennara og áhugasamt prjónafólk, innlent og útlent, til að deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman. Gísli Einarsson sjónvarps- maður mun flytja fyrirlestur um íslensku lopapeysuna á setn- ingarhátíð á morgun, föstudag, en Héléne Magnússon verður einnig með sýningu á hönnun sinni. Alls verða í boði ellefu mismunandi námskeið og þá verða haldnir þrír fyrirlestrar á Prjónagleðinni. Margt annað verður í boði í tengsl- um við gleðina, spunakeppni, sölubásar verða í íþróttahús- inu en þar munu Prjónakerling, Húnabúð, Storkurinn, Ríta og Páll, Grenigerði, Þingborg, Amma mús, Auður, norskir prjónarar og Húnaprjón bjóða til sölu ýmsan varning sem tengist prjóni, svo sem prjónuð klæði, garn, tölur, prjóna- bækur og margt, margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Prjónagleði fær innblástur sinn frá prjónahátíðinni Fanö sem haldin er í Danmörku. Textílsetrið hlaut styrk frá Nordplus 2015 til þess að heimsækja prjónahátíðina í Fanö og hitta þar skipuleggjend- ur hátíðarinnar. Þess má geta að skipuleggjendur hátíðarinnar í Fanö verða gestir á Prjónagleði. Á morgun, föstudag, mun Ingunn Vignisdóttir halda fyr- irlestur um Kvennaskólann á Blönduósi og að honum lokn- um kynnir Jóhanna Pálmadóttir Vatnsdælurefilinn. Leiðsögn verður um Kvennaskólahúsið. /MÞÞ Prjónagleði á Blönduósi Jón Ingi sýnir á Eyrarbakka Jón Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í samkomuhús- inu Stað á Eyrarbakka laugar- daginn 4. júní og stendur hún enn. Þetta er 12. sýning Jóns Inga á Eyrarbakka, en hann er fæddur og uppalinn þar, en býr á Selfossi. Myndefni frá Eyrarbakka er honum hugleikið og líklega hefur engin sýning hans verið án mynda þaðan. Jón Ingi hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar á Suðurlandi, Akureyri, Hjalteyri, Hafnarfirði og í Danmörku. Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuvið- fangsefna má einnig sjá blóma- og dýramyndir. Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00–18.00 auk 17. júní og aðra daga ef húsvörð- ur er til staðar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 19. júní.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.