Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 38
38 Glódís Rún Sigurðardóttir náði þeim einstaka árangri að sigra barnaflokk á síðastliðnum þremur Landsmótum á hesti sínum Kamban frá Húsavík. Hún var aðeins 9 ára þegar hún sigraði fyrst árið 2011 í Skagafirði, hún kom svo sterk til leiks í Reykjavík árið 2012 og varði titilinn örugglega. Sætasti sigurinn var þó eflaust árið 2014 enda fylgdi annarri titilvörninni mikil spenna. „Ég setti mikla pressu á sjálfa mig að ná þessum þriðja titli, enda var það í eina skiptið sem ég fór að gráta þegar úrslitin lágu fyrir,“ segir Glódís Rún, sem í dag er 14 ára. Hún telur titlana hafa haft mikil áhrif á sig. „Titlarnir hafa aukið sjálfstraustið mitt og kennt mér að það sé hægt að stefna á sigur og ná þeim markmiðum,“ segir hún. Nú tekst Glódís Rún á við nýjar áskoranir því unglingaflokkurinn setur aðrar kröfur á keppendur. Hestakonan hefur líka átt hestaskipti við bróður sinn og ætlar að tefla fram tveimur hrossum á úrtökumóti hjá hesta- mannafélaginu Ljúfi. „Ég mun mæta með systkini sem heita Tinni og Töru-Glóð frá Kjartansstöðum. Við erum að stíga okkar fyrstu skref á keppnisbrautinni. Ég hef verið með Tinna í þjálfun í eitt ár en er nýbyrjuð með Töru-Glóð, sem hefur verið í þjálfun hjá bróður mínum, Arnari Bjarka. Hann hefur hins vegar fengið Kamban að láni og stefnir með hann í töltkeppnina.“ Glódís Rún segist spennt að prufa nýja hesta á keppnisbrautinni. „Maður lærir alltaf svo mikið á því. Þótt það sé alltaf gott að stefna á sigur þá vil ég bara gera mitt besta í þetta sinn, nú þegar pressan er minni.“ /GHP Nýjar áskoranir Skagafjörður skartaði sínu fegursta á Landsmóti á Hólum 1966: Litið til fortíðar Landsmót hestamanna var haldið að Hólum í Hjaltadal fyrir fimm- tíu árum. Fjölmiðlar voru nokkuð iðnir við að birta fregnir af mótinu sem þótti takast með ágætum. „Fátt kætir augað meira en að sjá glatt og prúðbúið hestafólk á gæð- ingum sínum og ekki spillir þegar ein fegursta sveit landsins skartar sínu bezta í sól og blíðu,“ segir í Mánudagsblaðinu þann 25. júlí 1966. Talið var að milli 4.000–5.000 gest- ir hafi verið staddir á Hólum fyrir fimmtíu árum þegar Landsmót hesta- manna fór fram. Þá munu hafa verið um 2.000 hross á svæðinu, en margir hátíðargesta riðu á mót. Sagt var frá því að lengst að hafi komið hópur Austfirðinga, ferðin þeirra tók þá sex daga. Einar G.E. Sæmundsen, formað- ur Landssambands hestamanna, hafði það á orði í setningarræðu sinni að hverfa þyrfti langt aftur í aldir til að ná samjöfnuði ríðandi manna á Hólastað. Litrík tjaldborg var sett upp sem ásamt hestum og mönnum settu sterkan svip á Hólastað. Keppnin reyndist líka hin mesta skemmtun. Mesta spennan mynd- aðist kringum kappreiðarnar, þá einkum 800 m stökk þar sem fram komu landsþekktir hlaupagarpar en Þytur frá Hlíðarbergi fór með sigur af hólmi. Ölvaldur frá Sólheimatungu sigraði í 300 m stökki og Hrollur frá Laugarnesi í 250 metra skeiði. Í keppni góðhesta sigraði Blær frá Langholtskoti en afrekaði að sigra enn fremur á Landsmóti fjórum árum síðar. Veðrið var lengst af hátíðar mjög gott árið 1966, en síðasta mótsdaginn gerði úrhellisrigningu og hvassviðri og fuku þá tjöld. Mánudagsblaðið gerði eins konar úttekt að mótinu loknu og segir þar að hátíðin hafi verið hesta- fólki til sóma. Blaðamanni þótti eftir- tektarvert hve knapar voru smekklega klæddir og þótti það setja skemmti- legan blæ á reiðmennskuna. Hins vegar var sett út á okurverð á veiting- um í sölutjöldum og strætóferðum auk þess sem drykkjulæti væru hátíðinni til vansa, einkum nærvera svokallaðra hnakkróna sem lýst er sem ofurölv- uðum Reykvíkingum sem uppfullir voru af óverðskuldaðri mikilmennsku. Í myndasafni Söguseturs íslenska hestsins má finna tugir mynda frá Landsmóti frá Hólum og sýna þær veðurblíðu og fjölmenni innan um fallegt umhverfi Hólastaðar. /GHP Glódís og Töru-Glóð eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Mánudagur 27. júní Þriðjudagur 28. júní Aðalvöllur Kynbótavöllur Aðalvöllur Kynbótavöllur 09:00 Forkeppni B flokkur gæðinga 09:00 Dómar 7v hryssur 08:30 Forkeppni A flokkur gæðinga 08:30 Dómar 5v hryssur 12:30 Hlé 12:00 Hlé 13:00 Hlé 12:00 Hlé 13:30 Forkeppni barnaflokkur 13:00 Dómar 6v hryssur 14:00 Forkeppni unglingaflokkur 13:00 Dómar 5v hryssur 16:45 Hlé 15:30 Hlé 17:00 Hlé 15:20 Hlé 17:30 Forkeppni ungmennaflokkur 16:00 Dómar 6v hryssur 18:00 Milliriðill B flokkur gæðinga 15:30 Dómar 4v hryssur 19:00 Hlé 17:45 Hlé 21:00 Dagskrárlok 17:00 Hlé 19:30 Forkeppni ungmenna- flokkur 18:00 Dómar 6v hryssur 17:20 Dómar 4v hryssur 21:30 Dagskrárlok 18:50 Dómar 5v hryssur 18:20 Hlé 19:30 Dagskrárlok 18:30 Dómar 4v hryssur 19:20 Dagskrárlok Miðvikudagur 29. júní Fimmtudagur 30. júní Aðalvöllur Kynbótavöllur Aðalvöllur Kynbótavöllur 09:00 Milliriðill barnaflokkur 08:30 Dómar 4v hestar 09:00 Milliriðill unglinga- flokkur 08:30 Yfirlit 7v og eldri og 6v hryssur 12:00 Hlé 11:00 Dómar 5v hestar 12:00 Hlé 11:00 Hlé 13:00 Milliriðill ungmenni 12:00 Hlé 15:00 B-úrslit börn 11:30 Yfirlit hryssur 5v 16:00 Hlé 13:00 Dómar 5v hestar 15:45 B-úrslit ungmenni 13:30 Hlé 16:30 Milliriðill A flokkur gæðinga 15:20 Hlé 16:30 Skeið 150m, 250m fyrri sprettir 14:00 Yfirlit hryssur 4v 20:00 Tölt 15:45 Dómar 6v hestar 17:30 Hlé 15:10 Dagskrárlok 22:00 Dagskrárlok 18:30 Hlé 18:30 B-úrslit B flokkur 19:00 Dómar 6v hestar 19:45 Mótssetning 20:00 Dómar 7v hestar 21:00 B-úrslit tölt 21:30 Dagskrárlok 21:30 Dagskrárlok Föstudagur 1. júlí Laugardagur 2. júlí Aðalvöllur Aðalvöllur 10:00 B-úrslit unglinga 10:00 A-úrslit unglingar 10:45 Yfirlit stóðhestar 10:45 A-úrslit ungmenni 15:00 Hlé 11:30 A-úrslit börn 15:30 Verðlaun hryssur 12:15 Hlé 17:00 Skeið 150 m, 250 m seinni sprettir, verðl. 13:00 Verðlaun stóðhestar 18:00 Hlé 14:15 Afkvæmahestar 1v. og hv. 19:00 Ræktunarbú 16:15 Úrvalssýning kynbótahrossa 20:00 B-úrslit Aflokkur gæðinga 17:00 Skeið 100 m 20:45 Afhjúpun minningarsteins / afhending á kennslu- stofum 18:00 Hlé 21:00 A-úrslit tölt 19:00 A-úrslit B flokkur gæðinga 21:30 Dagskrárlok 19:45 Sleipnisbikarinn Sunnudagur 3. júlí 20:15 Ræktunarbú - sigurv. símakosn. og ræktu- narbú ársins Aðalvöllur 20:35 Heiðursviðurkenningar Fjölbreyttir hestatengdir viðburðir. 20:50 A-úrslit A flokkur gæðinga 21:40 Dagskrárlok Landsmót hestamanna – dagskrárdrög Sólin skein á fjölmenna áhorfendabrekku á Hólum. Hrossið í forgrunni er Sigurður Ólafsson í Lauganesi. Myndir/ Sögusetur íslenska hestsins - Einar E. Gíslason. verðlaunagripurinn Glettubikarinn er einmitt nefndur eftir henni. Eigandi hennar, Sigurður Ólafsson, heldur í hryssuna, Erling heldur í Hroll og Inga Valfríður Einarsdóttir í Gulu-Glettu. Spuni mun ekki verja titilinn Það fylgir því spennuþrungin eft- irvænting þegar hátt dæmdir stóð- hestar koma fram í keppni. Þar fá þeir að sanna gæðingskosti sína, en lítið feilspor getur haft mikil áhrif á eftirspurn og notkun ræktunar- gripanna. Það fylgdust flestir áhugasamir hestamenn með framgöngu hæst dæmda kynbótahross heims árið 2014. Og sigur hans Spuna frá Vesturkoti í A-flokki gæðinga á Landsmóti 2014 er mönnum enn í fersku minni, ekki síst Þórarins Ragnarssonar, knapa stóðhestsins. „Ég er fyrst og fremst ofboðslega þakklátur að hafa fengið að upplifa þetta. Það er nú ekki víst að ég eigi nokkurn tímann eftir að ná slíkum árangri aftur,“ segir Þórarinn en þeir Spuni luku keppni með 9,30 sem reiknast sem hæsta einkunn sem gefin hefur verið í úrslitum A-flokks gæðinga. Spuni mun ekki mæta á Landsmót til að verja titil sinn, en ef árangur afkvæma hans á kynbótabrautinni uppfyllir lágmörk til afkvæma- verðlauna mun hann koma fram til verðlaunaveitingar. Þórarinn teflir hins vegar bróður hans, Sæmundi frá Vesturkoti, fram í A-flokki gæð- inga eftir að hafa tryggt sér sæti á úrtökumóti Spretts um liðna helgi. Þá hefur hann enn fremur tryggt sér þáttökurétt í B-flokki með tvo gæð- inga, þá Silfurtopp frá Vesturkoti og Hring frá Gunnarsstöðum. Þá sýnir Þórarinn, sem starfar sem tamninga- maður í Vesturkoti, nokkur hross á kynbótasýningum í ár sem gætu átt aðgang að Landsmóti. Þórarinn hefur því óneitanlega góða tilfinningu fyrir Landsmótinu á Hólum. „Ég var í námi á Hólum í þrjú ár og veit að staðurinn er bæði skemmtilegur og fallegur. Ég hef fulla trú á að þetta verði skemmtilegt sveita- mót, það er gaman að halda hátíðina innan um fallega íslenska náttúru í stað þess að horfa á næstu blokk,“ segir hann. /GHP Þórarinn Ragnarsson mun m.a. koma fram á Hring frá Gunnarsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.