Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Fyrir rúmum fjörutíu árum voru sýndir í ríkissjónvarpinu þættir um undarlegan náunga sem var kallaður Skreppur seið- karl. Aðalsögupersónan var góð- látlegur galdramaður sem átti lítinn frosk og hafði flogið um í tíma frá elleftu öld til ársins 1960. Þættirnir nutu talsverðra vin- sælda og undarlegir menn voru gjarnan uppnefndir Skreppur seið- karl í höfuðið á þessum skemmti- lega furðufugli. Á sínum tíma, á elleftu öld, hefði hann líklega verið flokkaður sem sjamani. Í alfræðiritinu Britannica segir að sjamani sé töfralæknir, prestur og dulspekingur samfélagsins. Hann læknar sjúka, stjórnar fórn- arathöfnum samfélagsins og leið- beinir sál dauðra yfir í aðra heima. Hann getur þetta vegna hæfileika síns til að fara út úr líkamanum að vild. Í Síberíu og Norður-Asíu gengur staðan í erfðir og starfs- greinin er ekki kynbundin. Fyrirbærið þekkist einnig í nor- rænni goðafræði og tengist Óðni og trúnni á volduga anda. Í bók- inni Hugtök og heiti í norrænni goðafræði eftir Rudolf Simek segir að sjálfsfórn Óðins, þegar hann hékk í tré í níu nætur, minni á manndómsvígslur fornra menn- ingarsamfélaga og Óðinsdýrkun sé að mörgu leyti lík því ástandi sem grípur töfralækna við lækn- ingar og spásagnir. Óðinn er goð trúaralgleymis og dýrkun hans hefur öll einkenni vitundarvímu eða trúarleiðslu. Tilfinningaleysi berserkja og úlfhéðna fyrir hita og sársauka er vel þekkt í andatrú þar sem mönnum blæðir ekki þótt borin séu á þá eggvopn. Það að Óðinn sjái um alla heima úr hásæti sínu gæti bent til þess að hann fari sálförum eins og sjamanar. Simek bendir á að sætið Hliðskjálf minni í ýmsu á turna, palla eða seiðhjalla sem seiðmenn og seiðkonur notuðu til að sjá sýnir. Til þess að verða sjamani þurfa menn og konur að ganga í gegn- um stranga vígslu og jafnvel sjálfs- pyntingar. Aðferðin er þekkt meðal ýmissa þjóðflokka á norðurhveli og í Suður-Ameríku þar sem til- vonandi sjamani þarf að vinna fyrir kraftinum sem hann öðlast með því að fórna sjálfum sér líkt og Óðinn. Í Hávamálum segir um Óðinn að hann hafi fórnað sjálfum sér með því að hanga níu nætur í tré, þjáður af hungri og þorsta, særður spjóti. Ekki ósvipað og Kristur á krossinum. Þekkingarleit Óðins líkist inn- vígsluþrautum síberískra sjamana sem meðal annars felst í því að klifra í trjám og dvelja þar dögum saman. Óðinn öðlast þekkingu gegnum þjáninguna, þekkingu sem er fólgin í töfraþulum, meðul sem hann beitir til að lækna, stilla eld, æra nornir og stjórna örlögum manna. Sleipnir, hinn áttfætti hestur Óðins, og fararskjóti hans til undir- heima, á sér hliðstæðu í trúnni á fararskjóta síberískra sjamana. Óðinn ríður Sleipni til Heljar að særa upp löngu dauða spákonu og leita frétta og það verður að teljast mögnuð vígsla. Sjamanar gátu einnig magnað seið en vegna erginnar sem fylgir seiðnum voru það einkum konur sem lögðu stund á hann. Í Eiríks sögu rauða er sagt frá Þorbjörgu lítilvölvu og sagt er að hún hafi haft staf í hendi. Þegar Þorbjörg ætlaði að magna seið bað hún nokkrar konur að hjálpa sér og slógu þær hring um seiðhjallinn. Með því að stunda seið var seið- konunum kleift að leita frétta um ókomna atburði og þannig hafa áhrif á samfélagið. /VH Skreppur seiðkarl og Þorbjörg lítilvölva Undirbúið fyrir sjómannadagshelgina og 17. júní: Eilíf litadýrð á Espiflöt STEKKUR Á Garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti var starfsfólk í óða- önn við að setja saman litskrúð- uga blómavendi er tíðindamaður Bændablaðsins átti leið um sveit- ir Suðurlands fyrir síðustu helgi. Þegar stórir viðburðir eru í nánd er handagangur í öskjunni á Espiflöt og að þessu sinni var undirbúið fyrir sjómannadagshelgina og eins er 17. júní á næsta leiti. Hjónin Sveinn A. Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir hafa átt og rekið stöðina frá 1998, en þau eru bæði garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla Íslands. Sveinn, sem er fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubænda, eftirlét Axel, syni sínum, umsjónina með stöðinni árið 2014. Þau hjónin eru þó enn starfs- menn í stöðinni og áfram er hún rekin af þeim þremur. Espiflöt sérhæfir sig algjörlega í afskornum blómum allan ársins hring og telst hún vera sú stærsta sinnar tegundar með um 20 prósenta mark- aðshlutdeild. Framleiðslan er mjög fjölbreytt og þar má finna tegundir eins og geislafífla, liljur, silkivendi, rósir, sólliljur og chrysur í öllum mögulegum litum og stærðum, en að sögn Axels er blái liturinn þó frekar sjaldgæfur í afskornum blómum. „Við erum samt með örfáar tegundir sem eru með blá blóm, vegna þess að það er alltaf talsverð eftirspurn eftir þeim í vendi, ekki síst fyrir stráka og herra – til dæmis við útskriftir. En hann er líka eftirsóttur við athafnir þegar vísað er í íslenska fánann, eins í jarðarfarir og opinberar athafnir til dæmis.“ Fylgjum tíðarandanum „Tískan getur verið mjög mismun- andi. Stundum eru það litirnir sem ráða en önnur ár eru það ákveðin blóm og þá skipta litirnir minna máli. Við reynum að sjálfsögðu að fylgja tíðarandanum og árstímunum. Vor og sumar eru bjartir litir í bleiku, gulu og appelsínugulu. Á haustin eru fölari litir sem líkja eftir náttúrunni í rauðu, appelsínugulu og bleiku. Veturinn er oft erfiðari að lesa í. Allar pantanir sem við fáum inn á okkar borð fara í gegnum Grænan Markað sem er okkar heildsala. Sumir vendir eru pantaðir með nákvæmri forskrift um hvernig þeir eigi að vera, en með aðra getur starfsfólkið leikið sér með. Bestu og verðmæt- ustu blómin fara í sérverslanir,“ segir Axel. /smh Myndir / smh -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.