Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Hreppslaug fyrr og nú Fyrir 88 árum réðst Ungmenna- félagið Íslendingur í það stórvirki að byggja steinsteypta laug, 25 metra að lengd, í landi Efri- Hrepps í Skorradal. Hefur laugin allar götur síðan gegnt mikilvægu hlutverki í sveitinni, ekki síst sem samkomu- staður sveitunga og gesta, einkum að kvöldi til. Upphafið Það er engum blöðum um það að fletta að bygging steinsteyptrar laugar af þessari stærð var gífurlegt afrek á sínum tíma og ber vott um mikinn stórhug og þann mikla kraft sem bjó í ungmennahreyfingunni í byrjun tuttugustu aldar. Á þessum tíma var mikill áhugi á hvers kyns íþróttaiðkun innan hreyf- ingarinnar, þ.á m. sundíþróttinni, og þar sem þá voru almennt ekki til laugar fór sundkennsla almennt fram í köldum ám og lækjum víðs vegar um land og sundmót sömuleiðis. Þegar Umf. Íslendingur var stofnað árið 1911 mun það hafa verið eitt fyrsta verkið að láta hlaða stíflu úr torfi í síki nálægt Andakílsá, var vatnið þar ylvolgt þar sem það blandaðist heitu vatni úr uppsprettu í brekkunni fyrir ofan. Þarna í síkinu fór sundkennsla fram um árabil en menn voru stór- huga og höfðu hug á að byggja alvöru laug til að efla sund íþróttina. Samningar tókust við landeigend- ur í Efri-Hreppi, Guðrúnu J. Guðmundsdóttur og Þorstein Jónsson, þann 13. mars árið 1928 var svo undirritaður samningur þess efnis að Umf. Íslendingur skyldi eignast landspildu sem var 370 metrar að ummáli og leyfi til að nota í laugina heitt vatn úr uppsprettu í landi Efri-Hrepps. Hreppslaug byggð – ekki auðleyst verkefni Var nú hafist handa við byggingu laugarinnar og frá sjónarhóli nútímamannsins hefur þar verið unnið ótrúlegt þrekvirki. Allt efni til byggingarinnar var flutt á staðinn á hestvögnum, en fyrst hafði timbur og annað efni verið flutt sjóleiðina úr Borgarnesi að Skiplæk við Skeljabrekku. Mun sú sjóferð hafa verið ævintýri hið mesta. Var efnið flutt á pramma aftan í hriplekum vélbáti sem var ekki í betra standi en svo að einn maður var hafður í því að halda með handafli lausri skrúfu í vélinni alla leiðina. Sjógangur var mikill og var sá sem var á prammanum svo hræddur um að báturinn sykki að hann stóð tilbúinn alla leiðina með beittan hníf til að geta skorið prammann lausan ef illa færi. En heilu og höldnu komst farmurinn á leiðarenda, var þá eftir að flytja hann, svo og alla möl, langa leið á hestvögnum. Loks var öll steyp- an handhrærð á trépalli og hellt í mótin. Var öll þessi vinna að lang- mestu leyti unnin í sjálfboðavinnu og komu þar margir að. Laugarhús til margra hluta nytsamlegt Búningsklefar voru byggðir við norðurenda laugarinnar, voru það þrír klefar með bárujárnsþaki. Var fyrirkomulagið á tímabili þannig að einn klefi var fyrir konur, einn fyrir karla og einn fyrir hesta, því allir komu jú ríðandi eða gangandi á þeim tíma. Sundkennsla hófst í Hreppslaug þegar árið 1930 og hafa sundnám- skeið verið haldin þar allar götur síðan. Um árabil tíðkaðist það að börn og unglingar úr Borgarnesi sæktu sundkennslu í laugina, lágu nemendur þá við í tjöldum í eina eða tvær vikur á bökkum Andakílsár. Var þá sett upp mötu- neyti í einum klefanum til að elda fyrir þá en þegar náttúran kallaði var hlaupið á lítinn kamar sem komið var fyrir yfir læknum sem rann úr lauginni. Um tíma var starfrækt eins konar Hreppslaug á góðum degi í júní 2013. Mynd / Kristín Jónsdóttir Tjaldbúðir við Andakílsá. Mynd / Guðrún J. Guðmundsdóttir. Sundmót í Hreppslaug, líklega rétt fyrir 1950. Mynd / Guðrún J. Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.