Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 35
35 Búskapur er heyskapur Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 Lynghálsi, Reykjavík Óseyri, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Borgarbraut, Borgarnesi Rúlluplast Verð kr. Rekstrarvörur til stæðugerðar Verð kr. Net og bindigarn Verð kr. Megastrech - Grænt 75 cm x 25μm x 1500 m Megastrech - Hvítt 75 cm x 25μm x 1500 m Megastrech - Svart 75 cm x 25μm x 1500 m Unterland - Hvítt 75 cm x 25μm x 1500 m Unterland - Hvítt 50 cm x 25μm x 1800 m 10.950 10.800 10.950 10.950 8.950 Advance Grass íblöndunarefni 150 g duga í 50 tonn af fóðri Undirplast verð á 100 m² (12x50 m, 14x50 m, 16x50 m) (10x50 m, 12x50 m, 14x50 m, 16x50 m) Varnarnet verð á 1 m² (8x10 m, 12x15 m) Sandpokar stk 12.349 1.754 5.077 194 199 Total Cover rúllunet 3.600 m 25.490 VITO rúllugarn 750 m/kg 2 rúllur í pakka 4.500 VITO stórbaggagarn 150 m/kg 2 rúllur í pakka 8.100 VITO stórbaggagarn 130 m/kg 2 rúllur í pakka 8.200 Ný dómhús tekin í notkun Meðfram undirbúningi Landsmótsins á Hólum hafa nokkrir velunnar- ar staðarins og hestamennskunnar tekið höndum saman og standa að byggingu tveggja glæsilegra dómhúsa sem notuð verða á mótinu. Um er að ræða um 30 fermetra hús, sérstaklega hönnuð sem dómhús og munu einnig nýtast skólanum sem kennslustofur. Annað húsanna stendur við hringvöllinn og hitt við nýjan kynbótavöll. Húsin eru vel búin en í þeim er nettenging, rennandi vatn og salerni. Þeir sem tekið hafa þátt í byggingu hús- anna eru Límtré vírnet, Steinullarverksmiðjan, Gluggar og gler, Vörumiðlun, Víðimelsbræður og Steypustöð Skagafjarðar. Húsin verða afhent Hólaskóla með formlegum hætti í lok mótsins. /MÞÞ Á öllum viðburðum verður öryggi gesta að vera í fyrsta sæti. Við undir- búning Landsmóts hestamanna hefur þetta verið haft að leiðarljósi og nú liggur fyrir ítarleg öryggisáætlun fyrir mótið sem unnin hefur verið í samstarfi við lögreglu, sjúkraflutningamenn, brunavarnir, björgunar- sveitir og heilbrigðisstofnunina á svæðinu. Samningur við Svæðisstjórn björgunarsveita í Skagafirði var undirritaður í liðinni viku, en sveitirnar munu annast alla gæslu á svæðinu auk þess að sjá um að svæðið líti snyrtilega út alla mótsdagana. „Við hlökkum til góðs samstarfs við þessa aðila, en það er mikið metnaðarmál að öryggi gesta sé í fyrirrúmi og við munum tryggja það í samvinnu við hið reynda fólk sem björgunarsveitirnar hafa innan sinna raða,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóri. /MÞÞ Öryggismál á Landsmóti: Metnaðarmál að öryggi gesta sé í fyrirrúmi Bjarni Kristófer Kristjánsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson við undirritun samnings um öryggismál. Starfsfólk Landsmóts hestamanna er reynsluríkur hópur af fólki sem hefur unnið einstaklega vel saman að því að gera mótið sem glæsilegast og eftirminnilegast fyrir alla gesti sem gera sér ferð í Skagafjörðinn. Jóhanna Gunnarsdóttir, verk- efnastjóri Landsmóts hestamanna, segir að flestir starfsmenn móts- ins hafi komið að undirbúningi Landsmóts oftar en einu sinni svo skipulagið hefur gengið eins og vel smurð vél. „Lykilstarfsmenn mótsins koma að mótinu frá ýmsum áttum og telja á tugum ef ekki hundruðum. Í hópi starfsmanna eru meðal annars mótsstjórn, framkvæmdanefnd, mannvirkjanefnd, dómarar, þulir, dýralæknar, tæknimenn, sjónvarps- fólk, starfsmenn sveitarfélags og sjálfboðaliðar. Sjálfboðaliðar aðstoða Í ár eru um 50 sjálfboðaliðar komnir á vaktir yfir mótið, allflestir hesta- áhugamenn sem koma erlendis frá. Einnig kemur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum frá Skagafirði sem aðstoða við uppsetningu og frágang mótsins sem og aðstoð á mótinu,“ segir Jóhanna. Starfsfólk og sjálfboðaliðar koma víða að Jóhanna Gunnarsdóttir. Það er að mörgu að hyggja fyrir tæknistjóra Landsmóts, Rúnar Birgi Gíslason. Því þó að Landsmótið snúist að mestu um hesta og mannfagnað þá þarf að leggja margar snúrur og marga kapla til að sinna öllum þeim kröfum sem gestir og keppendur gera. Í mörg horn að líta Rúnar segir starf sitt að mestu fólgið í því að skipuleggja aðkomu mismunandi tæknimanna. Vel þurfi að passa upp á hljóðflæði á svæðinu og að hljóðið heyrist vel í áhorfendabrekkum en trufli ekki hestana. Upptaka fyrir sjónvarp Upptaka fyrir sjónvarp fer fram á báðum völlum alla keppnisdagana og sitja menn í myndstjórn við að setja kynningar og upplýsingar ofan á myndina sem birtist á risaskjá við aðalvöllinn. Myndin fer einnig í OZ-appið þar sem fólk getur horft á mótið meðan á því stendur og jafnvel eftir á, gegn greiðslu og til WorldFengs þar sem hægt er að kaupa sérstaka myndbandaáskrift. Kynningar og upplýsingar sem birtast á skjám og í sjónvarpi eru allar sóttar rafrænt og þær flæða líka áfram inn í landsmótsappið þannig að allir eiga að geta séð rauntíma rásröð og stöðu hvar sem þeir eru. Til að allt þetta geti flætt milli staða á þeim hraða sem fólk vill þarf öflugar lagnir og hefur því verið lagður ljós- leiðari milli allra helstu punkta svæðis- ins.Mikil vinna liggur að baki hönnun og stjórnun tæknimála á mótinu. /MÞÞ Tæknin er nýtt til hins ítrasta á Landsmóti Rúnar Birgir Gíslason, tæknistjóri Landsmóts hestamanna. Á Landsmótinu verður tekið í notkun nýtt snjallsímaforrit sem er í boði - vania og verður með svipuðu sniði og á Landsmótum undanfarinna ára. Forritinu verður hægt að hlaða niður í allar helstu gerðir snjallsíma. Í snjallsímaforritinu verður hægt að nálgast nánast allar upplýsingar um Landsmótið, s.s. lifandi rásröð og lifandi stöðu, upplýsingar um hesta, dagskrá mótsins og mynd af mótssvæðinu. Forritið verður hægt að nálgast bæði á íslensku og ensku og er stefnt að því að það verði til- búið 20. júní. Mótsskráin í snjallsímaforriti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.