Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 47

Bændablaðið - 09.06.2016, Qupperneq 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 spunaverksmiðja í einum klefanum en Skorradalshreppur fékk að setja þar upp spunavél sem spunnið gat á 25 spólum, komu þá bændur með lopa úr sinni eigin ull og spunnu úr henni band. Lét hreppurinn þá steypa gólf og þak í þann klefa og setja upp ofn með heitu vatni, þótti það fáheyrður lúxus. Síðar fengu konur þau forréttindi að nota þenn- an klefa sem var sá eini sem ein- hver ylur var í, það var svo löngu síðar að heitt vatn var leitt í sturtu í einn klefann. Þessir gömlu klefar gegndu þannig ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina, sem búningsklef- ar, hesthús, mötuneyti og spuna- verksmiðja. Það var ekki fyrr en eftir miðja síðustu öld að hafist var handa við byggingu núver- andi laugarhúss sem hlaut nafnið Laugabúð, var það fullklárað 1969. Hélt ungmennafélagið fundi sína þar, þarna var lengi vel bókasafn sveitarinnar og einnig var húsið leigt út til barnakennslu og ýmissar félagsstarfsemi. Margt brallað í gegnum tíðina og ýmislegt gengið á Ýmsar sögur eru til frá fyrstu árum laugarinnar. Á þeim tíma var melurinn ofan laugar ógróinn og henti það oft að aurskriður féllu úr melnum og gilinu og runnu út í laugina. Eitt sinn féll svo mikil skriða í grynnri enda laugarinnar að hann náði upp á bakka, gerðu þá skóla- piltar á Hvanneyri sér það að leik að ríða þar niður í vatnið og sund- ríða síðan um laugina. Á fyrstu árum laugarinnar var þar enginn heitur pottur, var þá búin til stífla í gilinu ofan laugar- innar. Var pollurinn sem þar mynd- aðist einn helsti samkomustaður fyrstu kynslóðar sundlaugargesta að kvöldi til. Heimildir herma að fyrir dansleiki í sveitinni hafi ungir menn legið sérlega lengi í heita vatninu uppi í gili, það hafði nefni- lega heyrst að sæðisfrumur þyldu illa mikinn hita og til að minnka líkur á óheppilegum afleiðingum skemmtunarinnar var talið æski- legt að drepa þær sem flestar! Síðar var steyptur lítill pottur, 1,5 fm að stærð, sem hægt var að standa í, rann vatn í hann úr gilinu og þaðan í laugina. Ein ástæða þess að potturinn var byggður var að aurskriður úr gilinu runnu gjarn- an beint út í laugina, en nú tók potturinn að hluta við aurnum. Tók nú þessi pottur við sem kvöld- samkomustaður næstu kynslóða, þótti með ólíkindum hve margir gátu troðist í þennan litla pott, eitt sinn töldust í honum þrettán full- orðnir. Var það fastur liður að allir unglingar sveitarinnar fjölmenntu í Hreppslaug að loknum vinnudegi á sumrin, var þá oft liðið að miðnætti en á þeim tíma var laugin ógirt og öllum opin allan sólarhringinn árið um kring. Á síðari árum létu heil- brigðisyfirvöld loka þessum gamla potti en í dag eru þrír heitir pottar við Hreppslaug. Hreppslaug friðlýst Árið 2014 var Hreppslaug friðlýst „á grundvelli staðbundins menn- ingarsögulegs gildis og fágætis“. Að mati Minjastofnunar Íslands hefur Hreppslaug gildi frá sjón- arhóli byggingarlistar sem óvenju- legt steinsteypumannvirki, hannað af Sigurði Björnssyni, yfirsmið Hvítárbrúar. Einnig hafi hún mikið menningarsögulegt gildi sem vitn- isburður um félags- og íþróttastarf ungmennafélaganna og sem mik- ilvægur staður í menningar- og félagslífi héraðsins. Hreppslaug er eitt af elstu dæmum um upp- runalegt steinsteypt mannvirki sem tengist hagnýtingu heits vatns í þágu sund- og baðmenningar. Hreppslaug í dag Nú sem fyrr á árum er rekstur Hreppslaugar í höndum Umf. Íslendings sem er lítið félag með rúmlega 200 félaga. Þar sem laugin og búningsklefarnir eru barn síns tíma krefjast mannvirk- in mikils viðhalds og viðgerða. Þannig hefur þrotlaus sjálfboða- vinna félaga í Íslendingi verið grundvöllur þess að halda lauginni opinni fyrir sundlaugargesti yfir sumarið. Þá er laugin einnig notuð fyrir sundkennslu hjá grunn- skólanemum við grunnskóladeild GBF á Hvanneyri, vor og haust og fyrir sundnámskeið fyrir félaga í Umf. Íslendingi. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir við að helluleggja, múra og mála laugina þannig að vænta má að laugin og umhverfi hennar verði upp á sitt besta í sumar. Hreppslaug er opin frá 18–22 þriðjudaga til föstudaga og 13–22 laugardaga og sunnudaga en lokað er á mánudögum. Kvöldopnunin hefur aflað lauginni vinsælda og hafa margir haft gaman af lífleg- um umræðum í heitu pottunum á sumarkvöldum. Önnur sérstaða laugarinnar er hið sírennandi heita vatn úr uppsprettunum ofan laugarinnar svo og hið náttúru- lega umhverfi með birkivaxinni grasbrekku nánast að laugarbarmi. Stefnt er að því að laugin verði klár fyrir sumaropnun 10. júní. Guðrún J. Guðmundsdóttir og Borgar Páll Bragason. BLANDARI GARANT 802-SS & VINNUGEYMSLA HAGKVÆM ALHLIÐALAUSN Blandar steypu, múr, steinlím, áburð, fóður, mold, garðúrgang o.s.frv. www.fl iegl.com Allt á fullan kraft! Með Euro Tengi RAG - import export ∙ Helluhraun 4 220-Hafnarfjörður Tel + 354 565-2727 ∙ Mobile + 354 892 7502 ∙ Email: rafn@rag.is IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. Framkvæmdir í Hreppslaug vorið 2016. Mynd / Oddný Kristín Guðmundsdóttir Duglegir félagsmenn Ungmennafélagsins Íslendings. Mynd / Borgar Páll Bragason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.