Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Fréttir Lífrænn matur heimsendur á 90 mínútum Um nokkurra ára skeið hefur matvörumarkaður verið rekinn í Nethyl 2c í Reykjavík undir heitinu Bændur í bænum. Þar hafa lífrænar vörur verið í boði, bæði íslenskar og innfluttar, auk þess sem netverslun hefur verið starfrækt undir heitinu „Grænmeti í áskrift“, þar sem vörur hafa verið seldar í gegnum netið. Nú stendur til að taka þann hluta skrefinu lengra og bjóða upp á heimsendingarþjónustu. Sem stendur er boðið upp á viku- legar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú mun það breyt- ast í dagvöruverslunina http://www. baenduribaenum.is/ þar sem fólk getur pantað og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna eða eftir nánara samkomulagi – og einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir. Markaðurinn gengur í endurnýjun lífdaga Það er stórfjölskyldan á Akri í Laugarási, hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir og hjónin Gunnar Örn Þórðarson og Linda Viðarsdóttir sem standa að rekstri matvörumark- aðarins Bændur í bænum. Að sögn Gunnars verður heimsendingarhlut- inn unninn í samvinnu við vef- verslunina Allra hagur, eða aha. is. Hann segir að markaðurinn í Nethyl 2c muni ganga í endurnýjun lífdaga samhliða þessari nýjung í heimsendingarþjónustunni og verður opnunarhátíð þann 16. júní næstkomandi þar sem allir eru vel- komnir að koma og sjá nýju lífrænu búðina. /smh Vinnustofa í Trékyllisvík er fyrir- bæri sem verður á dagskrá í Árneshreppi á Ströndum dagana 21.–24. júní. Þar verður áherslan lögð á handlagni og hjartalag. Á þessari vinnustofu mun þátt- takendum gefast kostur á að læra um eiturefnalausa og forna aðferð við að súta skinn í bland við menningarlegan og sagnfræðilegan fróðleik sem mun byggja upp stönduga undirstöðu. Er það sagt lofsöngur um hið handunna líf. Í tilkynningu námskeiðshaldara segir m.a.: „Á sólstöðunum verðum við í Trékyllisvík og framköllum hina svokölluðu þorpsvitund og þorpsiðk- un sem er á hröðu undanhaldi í vestrænni menningu, sérstaklega á þeim stöðum þar sem ferðamanna- iðnaðurinn tætir og tælir. [...] Að hluta til snýst vinnustofan um forna verkþekkingu þar sem við stígum í vænginn við forfeðurna, og að hluta til snýst hún um lærdóm á fornum skilningi á árstíðabundnu og hátíða- bundnu lífi.“ Kennararnir eru ekki neinir aukvis- ar á þessu sviði. Það eru Stephen Jenkinson, sem er með meistaragráðu í guðfræði frá Harvard-háskóla og meistaragráðu í félagsráðgjöf frá háskólanum í Toronto. Hann hefur byltingarkennda sýn á harm og dauða í Norður-Ameríku. Stephen Jenkinson ferðast um heiminn og kennir. Hann er stofnandi og aðalkennari við Orphan Wisdom-skólann í Kanada. Hann var lærlingur sagnameistara til margra ára og vann með deyjandi fólki í hundraðavís og fjölskyldum þeirra. Var frumkvöðull í teymis- vinnu hjá einum af stærri spítölum í Kanada. Þá var hann aðstoðarprófess- or í virtum kanadískum læknaskóla, ráðgjafi líknarteyma og líknardeilda og frumkvöðull í umönnunarstarfi. Hann er einnig myndhöggvari, smíðar hefðbundna kanóa og hefur unnið virt arkitektaverðlaun fyrir hús sitt sem hann byggði og hannaði. Stephen er höfundur bókarinnar Die Wise: A manifesto for Sanity and Soul sem er ný bók um harm, dauða og hina miklu ást til lífsins. Þá er það Daniel Stermac-Stein, sem er sútari, klæðskeri, bóndi og skógarmaður. Hann tileiknar líf sitt fegurð og þjónustu í Ottawa-dalnum í Kanada. Nánari upplýsingar um vinnustof- una má finna á Fb-síðunni þorpsvit- und og sútun: https://www.facebook. com/events/903300779790584/ Einnig á heimasíðu Árneshrepps: www.arneshreppur.is Ostur frá Skaftholti. Þorpsvitund & sútun The Skin of the World − Vinnustofa starfrækt í Trékyllisvík 21.−24. júní Egilsholti 1 310 Borgarnesi Verslun opin 8-18 virka daga 10-16 laugardaga, sími: 430-5500 www.kb.is -Annar 30 kálfum eða 50 lömbum -Mjólkin geymist köld -Mjólkin hitnar um leið og sogið er -Einföld og áreiðanleg -Vinnusparnaður -Ungviðið hefur frjálsan aðgang að mjólk -139.900kr með vsk Upplýsingar: 893-8424 / set@velafl .is og á 694-3700 / gk@velafl .is www.velafl.is Nýjar BOMAG þjöppur á lager 120 – 720 kg Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi. Mynd / smh Karólína og Þórður í versluninni Bændur í bænum. Myndir / Bændur í bænum Basilika frá Akri. Paprika frá Akri.Hæðarendi ræktar lífrænt vottaðar Stephen Jenkinson. Daniel Stermac-Stein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.