Bændablaðið - 09.06.2016, Page 10

Bændablaðið - 09.06.2016, Page 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Fréttir Lífrænn matur heimsendur á 90 mínútum Um nokkurra ára skeið hefur matvörumarkaður verið rekinn í Nethyl 2c í Reykjavík undir heitinu Bændur í bænum. Þar hafa lífrænar vörur verið í boði, bæði íslenskar og innfluttar, auk þess sem netverslun hefur verið starfrækt undir heitinu „Grænmeti í áskrift“, þar sem vörur hafa verið seldar í gegnum netið. Nú stendur til að taka þann hluta skrefinu lengra og bjóða upp á heimsendingarþjónustu. Sem stendur er boðið upp á viku- legar sendingar þar sem vörurnar eru afhentar á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú mun það breyt- ast í dagvöruverslunina http://www. baenduribaenum.is/ þar sem fólk getur pantað og fengið heimsent upp að dyrum innan 90 mínútna eða eftir nánara samkomulagi – og einnig getur fólk á landsbyggðinni fengið sent daginn eftir. Markaðurinn gengur í endurnýjun lífdaga Það er stórfjölskyldan á Akri í Laugarási, hjónin Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir og hjónin Gunnar Örn Þórðarson og Linda Viðarsdóttir sem standa að rekstri matvörumark- aðarins Bændur í bænum. Að sögn Gunnars verður heimsendingarhlut- inn unninn í samvinnu við vef- verslunina Allra hagur, eða aha. is. Hann segir að markaðurinn í Nethyl 2c muni ganga í endurnýjun lífdaga samhliða þessari nýjung í heimsendingarþjónustunni og verður opnunarhátíð þann 16. júní næstkomandi þar sem allir eru vel- komnir að koma og sjá nýju lífrænu búðina. /smh Vinnustofa í Trékyllisvík er fyrir- bæri sem verður á dagskrá í Árneshreppi á Ströndum dagana 21.–24. júní. Þar verður áherslan lögð á handlagni og hjartalag. Á þessari vinnustofu mun þátt- takendum gefast kostur á að læra um eiturefnalausa og forna aðferð við að súta skinn í bland við menningarlegan og sagnfræðilegan fróðleik sem mun byggja upp stönduga undirstöðu. Er það sagt lofsöngur um hið handunna líf. Í tilkynningu námskeiðshaldara segir m.a.: „Á sólstöðunum verðum við í Trékyllisvík og framköllum hina svokölluðu þorpsvitund og þorpsiðk- un sem er á hröðu undanhaldi í vestrænni menningu, sérstaklega á þeim stöðum þar sem ferðamanna- iðnaðurinn tætir og tælir. [...] Að hluta til snýst vinnustofan um forna verkþekkingu þar sem við stígum í vænginn við forfeðurna, og að hluta til snýst hún um lærdóm á fornum skilningi á árstíðabundnu og hátíða- bundnu lífi.“ Kennararnir eru ekki neinir aukvis- ar á þessu sviði. Það eru Stephen Jenkinson, sem er með meistaragráðu í guðfræði frá Harvard-háskóla og meistaragráðu í félagsráðgjöf frá háskólanum í Toronto. Hann hefur byltingarkennda sýn á harm og dauða í Norður-Ameríku. Stephen Jenkinson ferðast um heiminn og kennir. Hann er stofnandi og aðalkennari við Orphan Wisdom-skólann í Kanada. Hann var lærlingur sagnameistara til margra ára og vann með deyjandi fólki í hundraðavís og fjölskyldum þeirra. Var frumkvöðull í teymis- vinnu hjá einum af stærri spítölum í Kanada. Þá var hann aðstoðarprófess- or í virtum kanadískum læknaskóla, ráðgjafi líknarteyma og líknardeilda og frumkvöðull í umönnunarstarfi. Hann er einnig myndhöggvari, smíðar hefðbundna kanóa og hefur unnið virt arkitektaverðlaun fyrir hús sitt sem hann byggði og hannaði. Stephen er höfundur bókarinnar Die Wise: A manifesto for Sanity and Soul sem er ný bók um harm, dauða og hina miklu ást til lífsins. Þá er það Daniel Stermac-Stein, sem er sútari, klæðskeri, bóndi og skógarmaður. Hann tileiknar líf sitt fegurð og þjónustu í Ottawa-dalnum í Kanada. Nánari upplýsingar um vinnustof- una má finna á Fb-síðunni þorpsvit- und og sútun: https://www.facebook. com/events/903300779790584/ Einnig á heimasíðu Árneshrepps: www.arneshreppur.is Ostur frá Skaftholti. Þorpsvitund & sútun The Skin of the World − Vinnustofa starfrækt í Trékyllisvík 21.−24. júní Egilsholti 1 310 Borgarnesi Verslun opin 8-18 virka daga 10-16 laugardaga, sími: 430-5500 www.kb.is -Annar 30 kálfum eða 50 lömbum -Mjólkin geymist köld -Mjólkin hitnar um leið og sogið er -Einföld og áreiðanleg -Vinnusparnaður -Ungviðið hefur frjálsan aðgang að mjólk -139.900kr með vsk Upplýsingar: 893-8424 / set@velafl .is og á 694-3700 / gk@velafl .is www.velafl.is Nýjar BOMAG þjöppur á lager 120 – 720 kg Gunnar Örn Þórðarson á Akri í Laugarási segir að samhliða heimsendingarþjónustunni gangi verslunin í Nethyl í endurnýjun lífdaga og verður opnunarhátíð 16. júní næstkomandi. Mynd / smh Karólína og Þórður í versluninni Bændur í bænum. Myndir / Bændur í bænum Basilika frá Akri. Paprika frá Akri.Hæðarendi ræktar lífrænt vottaðar Stephen Jenkinson. Daniel Stermac-Stein.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.