Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 09.06.2016, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2016 Búvörusamningur og tollasamn- ingurinn við Evrópusambandið eru til umfjöllunar í nefndum Alþingis. Hægt er að gagnrýna báða þessa samninga út frá mörgum sjónarmiðum. Eins og komið hefur fram hefur tollasamningurinn ekki verið unn- inn í neinu samráði við bændur, aðra hagsmunaaðila, neytendur eða aðra flokka en þá flokka sem sitja í ríkisstjórn. Ef þessi tollasamningur gengur eftir hefur þetta gífurleg áhrif á starfsumhverfi landbúnaðar í heild á Íslandi, ekki bara þeirra bænda sem eru að framleiða hvítt kjöt heldur alla kjötframleiðslu í landinu og vinnslu afurða þegar menn ætla sér að opna svona gíf- urlega mikið á kjötinnflutning inn til landsins eins og áætlað er en þar er ekkert smámagn á ferðinni. Í svínakjöti er núverandi kvóti 200 tonn og fer upp í 700 tonn á þessu tímabili, á fjórum árum, og í alifuglakjöti er kvótinn í dag sem flytja má inn 200 tonn en fer upp í 856 tonn, svo dæmi sé nefnt. Við þetta bætast unnar kjötvörur, þar á innflutningur að aukast úr 50 tonnum upp í 400 tonn, og inn- flutt magn af pylsum á að aukast úr 50 tonnum í 250 tonn. Þetta er gífurleg aukning og ekkert skrýtið að svínabændur og kjúklingabænd- ur hafi lýst miklum áhyggjum af því hvað þessi samningur muni þýða fyrir afkomu þessara greina. Að óbreyttu er raunveruleg hætta á að fólk hrökklist út úr þessum atvinnugreinum vegna þessa. Það er erfiðara að reisa aftur við matvælaframleiðslu í þessum greinum ef snúa á til baka seinna meir ef í ljós koma neikvæðar afleiðingar mikils innflutnings á landbúnaðarafurðum á framleiðslu innlendrar landbúnaðarafurða. Í þessu samhengi vil ég líka leggja mikla áherslu á að innlend fram- leiðsla á mjólkurdufti njóti for- gangs. Mér finnst þessi umræða um aukinn innflutning landbúnaðar- afurða sem notið hefur tollverndar oft mjög sérstök. Það er alltaf tengt saman að aukinn innflutningur gefi sjálfkrafa lærra verð til neyt- enda. Við þekkjum það varðandi afnám vörugjalda og tolla á ýmsan varning að lækkunin hefur langt í frá skilað sér til neytenda. Í dag er mikið magn af land- búnaðarvörum og hvítu kjöti flutt til landsins. Það hefur komið fram í umræðunni eins og varðandi svína- kjötið að þar eru menn að nýta tollkvótana til að flytja inn dýr- ustu hlutana eins og lundir. Síðan verður skortur á vöru eins og svína- síðum sem beikonið er framleitt úr, og þá bætist það við og verður að frjálsum innflutningi eins og verið hefur frá maí til september. Í lok september birgja menn sig upp fyrir næstu mánuði svo það er verið að flytja inn miklu meira magn en menn gera sér grein fyrir. Það veldur ójafnvægi í sam- keppni við alla kjötframleiðslu í landinu þegar þessi innflutningur á hvítu kjöti verður að veruleika. Þá er hætta á undirboðum gagn- vart framleiðslunni hér á landi sem veldur því að innlendir kjötfram- leiðendur eiga erfitt með að keppa við þær aðstæður. Núna eru aðstæður þannig, t.d. í Danmörku og fleiri löndum þar sem svínakjöt er framleitt, að það er viðskiptabann hjá Rússum gagnvart innflutningi frá Evrópu á svínakjöti og verðið þess vegna mjög lágt í Evrópu sem hefur áhrif á íslenska framleiðslu. Þarna eru á ferðinni mjög erf- iðar og ósanngjarnar samkeppnis- aðstæður og öll virðiskeðjan með fjölda starfa kemst líka í uppnám vítt og breitt um landið. Úrvinnsla kjötafurða og annara fjölbreyttra afurða úr landbúnaðargeiranum skapar miklu fleiri störf í landinu en fólk gerir sér grein fyrir. Tollasamningur ríkisstjórnarinnar ógn við landbúnað og byggðaþróun Ef þessi tollasamningur gengur fram óbreyttur mun það valda mikilli byggðaröskun í landinu. Þetta mun ekki bara bitna á þeim bændum sem þarna eiga í hlut heldur hefur þetta áhrif á svo margt annað sem fylgir þessari atvinnustarfsemi í hliðargreinum í landbúnaðargeiranum. Ég held að menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skera í raun og veru upp herör gagnvart byggð í landinu sem verið er að gera með þessum tollasamningi. Það er verið að ógna byggð um landið með þessum samningi. Það er með ólíkindum að þetta eigi að fara sisona í gegn án þess að afleiðingar af þessum samningi verði skoðaðar ofan í kjölinn. Það hefur líka komið fram að heilbrigði íslenskrar framleiðslu, svo ég taki sérstaklega út fyrir sviga svínarækt og alifuglarækt, er með allt öðrum hætti en víða í Evrópu. Við erum þar mjög framarlega með lágmarksnotkun sýklalyfa og strangar reglur varð- andi heilbrigði búa og afurðanna. Innanlandsframleiðsla ætti auð- vitað að njóta þess þegar horft er á verð, samkeppni og aukinn innflutning. Fram hefur komið í könnunum á gæðum á ferskum kjúklingi í kjötborði í Bretlandi að allt að 70% af ferskum kjúklingi var sýktur af kampýlóbakteríu og salmonellu. Verjum sjálfbærni í íslenskum landbúnaði og eflum umhverfisvæna framleiðslu Við Vinstri græn viljum verja íslenska landbúnaðarframleiðslu og teljum að með þeim tollasamningi sem hér liggur fyrir sé verið að ógna landbúnaðarframleiðslu í landinu, og ekki bara henni heldur líka ótal atvinnugreinum sem starfa til hliðar við frumframleiðslu í landbúnaði. Við eigum að standa vörð um okkar góðu framleiðslu og halda áfram að þróa hana á sjálfbæran hátt og efla lífræna framleiðslu og kornrækt hér á landi. Það eru líka umhverfisleg sjónarmið sem liggja að baki, því fylgir mikil mengun að flytja hing- að landbúnaðarafurðir um langan veg, hvort sem um er að ræða kjöt, osta eða aðra þá vöru sem við getum framleitt hér heima. Íslenskar land- búnaðarafurðir eru í fremstu röð hvað heilnæmi og gæði vörunnar varðar og við eigum líka að horfa til matvælaöryggis í landinu og að stuðningur við innlenda framleiðslu skili sér sem best í verði og aukinni innanlandsneyslu. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi. Lesendabás Tollasamningur sem ógnar byggð og atvinnuöryggi Lilja Rafney Magnúsdóttir. Það var þann 14. janúar sl. sem í Bændablaðinu birtist grein eftir Einar K. Guðfinnsson alþingis- mann undir nafninu: Langþráð baráttumál komið í höfn. Þar lýsir hann áratuga baráttu sinni og fleiri góðra manna fyrir því að lækka húshitunarkostnað á svokölluðum „köldum svæðum“ til jafns við kostnað hjá þeim sem búa við þann munað að geta notað hita- veitu til að hita hús sín. Við lestur þessarar greinar vaknaði sú von í brjósti mínu að nú myndi rafmagns- reikningurinn lækka verulega. Sú varð ekki raunin og kannske ekki von þar sem aðeins var tekið á öðrum aðalorsakavaldi þessa mikla húshitunarkostnaðar, en sjálfur orku- kostnaðurinn var látinn óbreyttur. Enn sitjum við dreifbýlisbúar uppi með það, sem ég vil kalla óréttlæti, að orkuverð er nánast 50% hærra en hjá þeim sem í þéttbýli búa. Ég spyr. Hvers vegna? Eftir alla þessa baráttu fyrir jöfnun húshitunarkostnaðar á köldum svæðum sýnist mér að við stöndum nánast í sömu sporum og áður. Ekki dreg ég efa einlægan vilja Einars og annarra, sem barist hafa fyrir jöfnun húshitunarkostnaðar á þessum köldu svæðum, sem ekki eru í þeirri aðstöðu að geta nýtt sér jarðhita til að hita upp hús sín, en aftur á móti fyllist maður vonleysi yfir því, að hægt verði að rétta okkar hlut í þessu mikilvæga máli, miðað við þann árangur sem þessi einarða barátta á Alþingi okkar Íslendinga hefur skilað. Í grein Einars kemur fram, að stefnt sé að því að hús- hitunarkostnaður í dreifbýli verði svipaður og hjá þeim hitaveitum sem dýrastar eru og þegar ég las fyrirsögn á grein hans taldi ég víst að því takmarki væri náð, sem er þó fjarri lagi. Flutningskostnaður á raforku til húshitunar hefur um árabil verið greiddur niður að hluta og ekki ber að vanþakka það og samkvæmt lögum, sem hann vitnar til, er flutn- ingskostnaður á raforku til húshitun- ar greiddur niður að fullu frá 1. apríl sem vissulega er þakkar vert. Því takmarki virðist vera náð en hvernig stendur þá á því að raforkureikningur minn lækkar ekki? Á undanförnum árum hef ég bara móttekið rafmagnsreikninginn og greitt hann án þess að grennslast eftir hvað lægi að baki þeim tölum, sem á honum voru. Ég gerðist því forvit- inn og fór inn á vef Orkusölunnar til að fá yfirlit yfir taxtana, en fann þar ekki neitt annað en lýsingu á því hvernig Orkusalan breytir orkunni í STUÐ. Einhver hefur eflaust fengið eitthvað greitt fyrir þessa frábæru hugmynd, en taxtana fann ég ekki (enda eru tölvur alls ekki mitt sér- svið). Ég fór því inn á vef RARIK (er þetta ekki skammstöfun fyrir Rafmagnsveitur RÍKISINS) og þar gaf á að líta, og nú komst ÉG í stuð! Hvílík fjölbreytni! Þarna voru sem sagt allir taxtarnir og nú vaknaði spurning í huga mér hvort þetta væri í raun og veru ekki eitt og sama fyr- irtækið, sem sendi bara reikninga út í tvennu lagi, annan fyrir orkuna og hinn fyrir flutninginn. Og þarna fann ég kannske skýringuna á því hvers vegna hitunarkostnaðurinn hjá mér er svona hár. Það er nefnilega ekki sama verð á orkunni hjá okkur, sem erum að þrjóskast við að dvelja í þessu dreifbýli og hinum, sem eru svo skynsamir að velja sér búsetu í þéttbýli. Kílówattstundin hjá mér kostar kr. 9.73 þegar búið er að taka tillit til dreifbýlisframlags og virð- isaukaskatts, en í þéttbýli er gjaldið kr.6.46. Þarna munar nokkru (ca 50 %). Af hverju er þessi munur á orku- verði í dreifbýli og þéttbýli? Er þetta svona miklu betra rafmagn sem ég fæ eða minni hætta á truflunum á orkuafhendingu? Þarna var að finna annan lið, fastagjald, og nú kom sama í ljós. Fastagjald í dreifbýli með virðisauka er kr. 35.188 á ári, en í þéttbýli kr. 22.318. Hvers vegna þessi munur? Getur hugsast að inni í þessum mun sé að finna dulinn flutn- ingskostnað? Ég hef spurt nokkra aðila um það hvernig þessi gjaldaliður hafi orðið til og hver hafi ákveðið þessa mismunun, en enginn hefur getað gefið mér skýringu á því. Það virkar stundum á mann eins og stofnanir taki jafnvel völdin af stjórnendum sínum og ákveði vissa hluti án þeirra aðkomu og ef leitað er upplýsinga þá er skýringin sú að þetta SÉ bara svona. Enn er einn liður, sem reyndar er alveg skiljanlegur, en það er jöfn- unargjald, sem er kr. 0.30 á kwst. Þegar ég ræddi við starfsmann Orkustofnunar sagði hann að þetta kæmi ekkert við hvorki orkuverði né flutningskostnaði: Þetta er bara skattur! (Ég vona svo sannarlega að ég hafi nú ekki misskilið neitt.) Svo fór ég að skoða þetta á rafmagns- reikningnum mínum og þá sá ég að þessi skattur er innheimtur með 24% virðisaukaskatti á almenna orku og 11% skatti á orku til húshitunar. Ég skal viðurkenna að ég veit lítið um innheimtuaðferðir á skattheimtu ríkisins en ég man ekki eftir öðrum skatti, sem innheimtur er með virð- isaukaskatti. Ég hef í þessum orðum mínum lýst óánægju minni með mismunun og ójöfnuði milli þegna þessarar þjóðar, af hverju við sitjum ekki öll við sama borð þegar kemur að úthlutun þeirra náttúrugæða sem við eigum öll sameiginlega, hvar á landinu sem við búum. Þegar við lítum til þess að stóriðjan notar 85% af allri framleiddri orku þjóðarinn- ar, iðnaður og stórfyrirtæki nota 10% og við HIN notum 5% (skv. upplýsingum frá Orkustofnun) þá væri fróðlegt að fá reiknað út hversu mörg pro mill af þessum 5 prósent- um fara til nota í dreifbýlinu, en mér vitanlega liggja þær tölur ekki fyrir. Það væri kannske verðugt verkefni t.d. fyrir Bændasamtökin að skipa sér í hóp með öðrum í baráttusveit fyrir bættum kjörum okkar drei- býlisbúa, því við erum jú á þeirra VERNDARSVÆÐI, – eða hvað? Mér fyndist það t.d. vera verðugt markmið að allir landsmenn fengju almenna orku á sama verði. Mér reiknast til að við það myndi minn orkureikningur lækka um ca 120.000 á ári og væri það mikil kjarabót, jafn- vel svo mikil að húshitunarkostnaður minn yrði hliðstæður við það sem er hjá þeim sem nota hitaveitu þar sem hún er dýrust. Vel má vera að ég hafi misskilið eitthvað eða farið rangt með tölur og reynist svo biðst ég afsökunar á því og vænti þess að það verði þá leiðrétt af þar til bærum aðilum. Hitt er þó ljóst, og verður varla hrakið, að verulegur munur er á kjörum á raforkuverði eftir því hvar við búum þrátt fyrir þessa leiðréttingu á flutn- ingskostnaðinum. Ég vil að lokum þakka þeim sem unnið hafa að þessum málum fyrir okkur, sem í dreifbýli búum, þótt enn vanti mikið til að réttlætis sé gætt okkur til handa. En vonandi getum við áður en langt um líður tekið undir lokaorð í grein Einars Kristins þar sem hann „segist vona að þetta verði til heilla þeim byggð- um og íbúum, sem hafa mátt þola sligandi kostnað á undanförnum árum við það eitt að halda á sér hita í húsnæði sínu“. Og nú hefur síðasti rafmagns- reikningur minn, sem ég á að greiða þ. 2. júní, borist mér. Þar kemur í ljós að orkureikningurinn hækkar um rúmar 1.000 krónur, en reikning- ur yfir flutninginn lækkar um tæpar 1.000 krónur. Það munar um minna. Innri-Fagradal á vormánuðum í maí 2016 Sigurður Þórólfsson Takmarkinu náð?− Hugleiðingar um raforkuverð Lesendabás yrkjuframleiðslu svo sem til frjóvgunar á plöntum, til þess að ráðast gegn lúsum og fleira í þeim dúr. Í dag er Biobee talið þriðji stærsti framleið- andinn í heiminum á alls konar skordýrum sem kaupa má til þess að nota í lífrænni land- búnaðarframleiðslu. Dauðahafið minnkar og minnkar Einn mesti vandinn sem steðjar að víða í heimin- um er vatnsskortur og sem afleiðing af því minni land- búnaðarframleiðsla enda er vatn- ið undirstaða framleiðslunnar. Í Ísrael er vatn af skornum skammti og vegna ófriðar hefur landið þurft að byggja upp umfangsmikið kerfi til þess bæði að endurnýta vatn og til þess að framleiða ferskvatn úr söltum sjó. Í dag er Ísrael talið leiðandi á heimsvísu á þessu sviði og með öfugri osmósu geta þeir í dag fram- leitt gott drykkjarvatn úr brimsölt- um sjó. Það er ekki einungis tækni þeirra til framleiðslu á drykkj- arvatni úr sjó sem er eftirtektarverð heldur einnig endurnýting vatns- ins sem notað er bæði í þétt- og dreifbýli. Talið er að um 80% vatnsins sé endurnýtt í Ísrael en til samanburðar er þetta hlutfall talið vera um 17% á Spáni og um 5% í Bandaríkjunum. Við hvert bú eru stórar uppsöfnunar- tjarnir vatns og þar safnast fyrir bæði skolvatn, regnvatn og annað sem nýta má eftir minni háttar hreinsun. Annað vatn eins og skólp er leitt í hreinsistöðvar og þegar hreinsun er lokið er vatnið nýtt til vökv- unar í landbúnaði. Þessi umfangsmikla endur- nýting á vatni hefur hins vegar leitt til þess að frárennsli í ána Jórdan er í dag miklu minna en áður var. Auk þess er mikið vatn tekið úr ánni og nýtt sem neysluvatn og samhliða minni úrkomu undanfarna áratugi hefur það svo leitt til þess að þetta áður mikla fljót er í dag vart svipur hjá sjón. Það hefur svo aftur leitt til þess að Dauðahafið, sem er stöðuvatn sem áin Jórdan rennur í, hefur minnkað dag frá degi síðustu áratugi. Yfirborð Dauðahafsins var -392 metra hæð árið 1930, -412 metra hæð árið 1999 og tíu árum síðar var yfirborðið í -423 metra hæð. Nú er yfirborðið komið í -430 metra, lækkar um 1 metra á ári og mun gera það á komandi árum verði vatnsrennslið í Dauðahafið ekki aukið á ný. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Pálmar eru meira en falleg tré enda eru þeir undir- staða döðluframleiðslu Ísraels. Pálmar eru einstak- lega harðgerðir og henta vel fyrir bændur sem búa við bæði úrkomuleysi og mikinn hita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.